Suður Karólína íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
SUÐUR-KARÓLÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar Suður-Karólínu 3.486.703 og hafði fjölgað um 11,7% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 42.  Hvítir 69%, negrar 29,8% auk 8.050 indíána, 5.521 Filipseyinga, 3.900 indverja, 3.39 kínverja, 2.577 Kóreumanna, 1885 Japana og 1.752 Víetnama.  Íbúar af spænskum uppruna voru u.þ.b. 3.550.

Menntun og menning.  Lög frá 1710 gerðu ráð fyrir nokkrum fríum skólum í fylkinu en það varð ekkert úr heildarskólakerfi fyrir allt fylkið fyrr en í lok 19. aldar.  Ríkisskólum var skipt milli kynþátta þar til aðskilnaðarstefnan leið undir lok á sjöunda áratugi 20. aldar í samræmi við alríkislög og dóm hæstaréttar BNA 1954.

Skömmu fyrir 1990 voru grunnskólar 1.103 með 616.200 nemendur auk 43.100 í einkaskólum.  Þá voru æðri menntastofnanir 64 með 145.700 stúdenta.  Hin elzta þeirra er Charleston-háskóli (1770).  Þá má nefna Columbia-háskóla (1854), Allen-háskóla (1870), Suður-Karólínuháskóla (1801) og Benedict-háskóla (1870) í Columbia, Converse-háskóla (1889) og Wofford-háskóla (1854) í Spartanburg, Citadel herháskóla Suður-Karólínu (1842) og Læknaháskóla Suður-Karólínu (1824) í Charleston.

Mörg beztu safna fylkisins eru í aðalborgunum.  Charleston-safnið, Gibbes-listasafnið og WCSC útvarpssafnið eru í Charleston, Columbia lista- og vísindasafnið er í Columbia, Bob Jones-háskóla-helgilistasafnið og Greenville-sýslulistasafnið eru í Greenville.  Eitt fyrstu almenningsbókasafna fylkisins var stofnað í Charleston árið 1698.

Áhugaverðir staðir.  Helztu ferðamannastaðir fylkisins eru við ströndina.  Charleston-svæðið með áhugaverðri sögu og byggingarlist er líka fjölsótt.  Víða eru sögustaðir tengdir sjálfstæðisstríðinu og borgara/þrælastríðinu.  Vígvellir, þar sem Ameríkanar unnu sigra á Bretum, eru í Cowpens National Battlefield og Kings Mountain-herþjóðgarðinum í grennd við Gaffney.  Í nágrenni Greenwood er Ninety Six National Historic Site, þar sem Nathaniel Greene stjórnaði umsátri um Breta.  Sumter-virkið er þjóðarminnismerki í Charleston Harbor.  Þar hófst sjálfstæðisstríðið 12. apríl 1861.  Gpmlu húsin í Charleston, Beaufort og öðrum bæjum eru mörg sögulega mikilvæg.  Sögubærinn Camden í nágrenni núverandi Camden er endurbyggður í sömu mynd og hann hafði fyrir og eftir aldamótin 1900.  Æskuheimili Woodrow Wilson, forseta, í Columbia er varðveitt.

Íþróttir og afþreying.  Milt loftslag Suður-Karólínu, Atlantshafsströndin og fjalllendið gefa kost á margs konar íþróttum og afþreyingu (sund, stangveiði, siglingar, golf, tennis o.fl.)  Grand Strand er löng sandströnd með Myrtle-baðströndina í miðju.  Hún er aðalferðamannastaður fylkisins á sumrin.  Hilton Hear-eyja er kunn fyrir fjölda tennisvalla og aðra íþróttaaðstöðu.  Kappaskur er vinsæl áhorfendaíþrótt í fylkinu og við Darlington-kappakstursbrautina er safn og frægðarhöll hennar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM