Ekki
eru allir sammála um hverjir séu elztu frumbyggjar Ameríku.
Fornminjar, sem fundust við Folsom í Nýju-Mexíkó árin
1925-28, bentu til búsetu manna þar mörgum þúsundum ára fyrr en
áður var ætlað og nýlegri karbongeislamælingar hafa staðfest það.
Indíánarnir, sem Kólumbus nefndi svo, vegna þess, að hann hélt
sig vera kominn til Indlands, munu, líkt og inúítar síðar, hvafa
komið frá Norður-Asíu fyrir 10-50 þúsund árum yfir landbrúna, þar
sem Beringssund skilur meginlöndin að.
Landkönnuðir. Fyrsta skráða fund Ameríku er að finna í Grænlendingasögu,
þegar Leifur heppni Eiríksson fór þangað frá Grænlandi árið
1000. Fyrsti hvíti maðurinn,
sem fæddist þar, var Þorfinnur karlsefni Snorrason, sem síðar bjó
við Skagafjörð. Þeir
nefndu landið vínland, en það var líklega Nýfundna-land og nafnið
fremur tákn um frjósemi landsins en að þar hafi vaxið vínviður.Mest
er haldið á lofti uppgötvun Kristófers Kólumbusar frá Genúa
(1451-1506). Hann var að
leita að sjóleiðarinnar til Indlands frá 1492-1504 og fór fjórum
sinnum vestur um haf til þess.
Í fyrstu ferð (1492-93) lenti hann á hinni litlu Bahamaeyju San
Salvador (Guanahani; Watling Island) og fann síðan vesturindísku
eyjarnar Juana (Kúbu) og Expañola (Hispaniola; Haïti).
Í annarri ferðinni (1493-96) fundust Dominica og Guadeloupe í
Antilleyjaklasanum og Puerto Rico.
Í þriðju ferðinni (1498-1500) komst Kólumbus að norðurströnd
Suður-Ameríku, Orinocomynni.
Í fjórðu ferðinni (1502-04) komst Kólumbus að ströndum Mið-Ameríku,
Hondúras.
Þótt hann setti aldrei fót á Norður-Ameríku, er hann frægastur
landafundamanna þar
Feneyingurinn Giovanni Baboto (John Cabot), sem var í brezkri
þjónustu, kom næstur á eftir Íslendingum til Norður-Ameríku,
Nýfundnalands, árin 1497-98.
Spánverjinn Juan Ponce de León, fyrrum fylgdarmaður Kólumbusar, fann
Florida, sem hann hélt vera eyju, árið 1513.
Spænski konkvistadorinn, Vasco Nuñez de Balboa (1475-1517) fann
Kyrrahafið handan Panamaeiðisins, kallaði það Suðurhaf og áttaði sig á
því, að Ameríka tilheyrði ekki Asíu.
Smám saman varð landkönnuðum ljóst, að þeir höfðu fundið nýtt
meginland. Eftir að hinn
víðförli Flórensbúi, Amerigo Vespucci (1451-1512) hafði birt kenningu
sína um skiptingu jarðarinnar í virtum ritum, skírði suðurþýzki
kortagerðarmaðurinn, Martin Waldseemüller (1470-1521) nýja meginlandið
Ameríku árið 1507 til heiðurs Vespuccis.
Enn þá liðu 3 aldir þar til ljós var skipting meginlandsins í Norður-,
Mið- og Suður-Ameríku.
Spænskar nýlendur. Spánn var fyrst Evrópuþjóða til að stofna nýlendur í nýja
heiminum. Spænsku
konkvista-dorarnir, sem flestir voru af lágaðli, höfðu hraðan á fyrir
sig og land sitt. Þekktastir eru Hernando Cortez (1485-1547), sem eyðilagði
ríki Asteka og Fransisco Pizarro (1478-1541), sem lagði undir sig ríki
Inka í Perú. Fransisco
Vásquez de Coronado (1510-1544) leiddi spænskan leiðangur til Arisona
og Nýju-Mexíkó í leit að gullnum borgum.
Hann flutti með sér fyrstu hestana og fann m.a. Miklugljúfur (Grand
Canyon) í Koloradó.
Hernando de Soto (1500-42) var fjögur ár í leiðangri á strönd
Mexíkóflóa, þar til hann komst að Missisippi, Arkansas og Oklahoma.
Árið 1565 stofnuðu Spánverjar fyrstu
varanlegu nýlendu sína í St. Augustine í Flórída.
Nyrztu byggðir þeirra á strönd Atlantshafs voru við Winyahflóa í
Suður-Karólínu (1526) en þaðan voru þeir þó hraktir brott skömmu
síðar.
Árið 1575 voru u.þ.b. 200 spænskar byggðir, þar sem indíánar voru
vinnuaflið.
Árið 1609 var Sante Fé í Louisiana stofnuð.
Samtíða kristinboð katólsku kirkjunnar stefndi að því að siðmennta
innfædda í skólum og bókasöfnum, sem var komið upp.
Jesúítum var jafnframt um að miðla ýmsum handiðnum og þekkingu og
að boða trúna. Í nýlendum
Spánverja gætti stéttamismunar en ekki kynþáttafordóma.
Frönsku nýlendurnar. Samtímis því, að Spánverjar og Portúgalar námu land í Suður-
og Mið-Ameríku, stofnuðu Frakkar nýlenduríkið 'La Nouvelle France'
allt frá núverandi Kanada suður að Missisippi á fyrri hluta 16. aldar.
Þar sem þetta landsvæði jafnauðfenginn gróða og lönd Spánverja, var
straumur Frakka þangað mun minni og Nýja-Frakkland hélt að mestu áfram
að vera víðlendar óbyggðir.
Auk þess hefði stöðugur straumur innflytjenda ógnað afkomu
skinnaveiðimanna, sem óskuðu einskis frekar en að fá að stunda iðju
sína óáreittir.
Árið 1524 kannaði Flórensbúinn Giovanni da
Verrazano (1480-1527) austurströnd núver-andi BNA, líklega frá
Norður-Karólínu til Maine fyrir hönd Frakka.
Hann sigldi líklega fyrstur Evrópumanna inn í mynni Hudsonfljóts, þar
sem nú er höfnin í New York.
Árið 1534 fann Jaczues Cartier (1491-1557), þjónn Franz I,
Frakkakonungs, St. Lawrence-fljótið í Kanada.
Árið 1608 stofnaði Samuel de Champlain (1570-1635) fyrstu frönsku
nýlenduna í nýja heiminum, Québec.
Árið 1673 komust jesúítapresturinn Jacques Marquette (1637-1675) og
Louis Jollet (1645-1700) að Missisippi og gerðu tilkall til
vatnaleiðarinnar frá mynni fljótsins um Vötnin miklu að St.
Lawrencefljóti fyrir Frakkland.
Árið 1682 sigldi René Robert Cavelier, Sieur de la Salle (1643-1687)
inn í Mexíkóflóa að ósum Missisippi og tryggði Lúðvík 14. allan
fljótsdalinn sem Louisiana.
Árið 1718 stofnaði Jean Baptiste Le Moyne, Sieur de Bienville
(1680-1768), New Orléans við ósa fljótsins.
Þannig stjórnuðu Frakkar fræðilega öllu þekktu landsvæði í
Norður-Ameríku en voru of uppteknir í Evrópu til að verja þetta
geysistóra land fyrir brezkum áhrifum.
í lok 17. aldar kom til stríðs Williams konungs (1689-97) milli beggja
nýlenduveldanna.
Spænska erfðastríðið (frá 1704) leiddi til nýrra átaka milli
Frakka og Breta í Ameríku (Stríð Önnu drottningar).
Við friðarsamning-ana í Utrecht fengu Bretar Hudsonflóasvæðið,
Nýja-Skotland og Nýfundnaland. Eftir stríð Georgs konungs (1744-48) og fransk-ítalska
stríðið (1754-63) fengu Bretar Kanada og svæðin austan Missisippi.
Síðar keyptu BNA Louisiana (1803).
Hollenzkt og sænskt landnám. Áhugi Hollendinga á nýja heiminum beindist einkum að því
svæði, þar sem nú er New York og jersey vegna uppgripa
skinnaveiðimanna þar.
Svíar settust því næst að á austurströnd Delawareflóa en urðu að víkja
þaðan fyrir Hollendingum.
Árið 1609 leitaði enski skipstjórinn, Henry
Hudson, norðvesturleiðarinnar fyrir Hollenzka Austurindíufélagið í
mynni fljótsins, sem síðar var nefnt eftir honum.
Hann sigldi upp fljótið að núverandi Albany og eignaði Hollendingum
það og dalinn.
Árið 1614 könnuðu Hollendingar svæðið kringum Long Islandsund og
skírðu það Nýja-Holland.
Árið 1626 keypti Peter Minuit, öðru nafni Minnewit, forstjóri yngsta
fyrirtækisins í Atlants-hafsviðskiptum, Hollenzka
Vesturindíafélagsins, eyjuna manhattan af indíánum, sem hann greiddi
með glingri að verðmæti 60.- gulden.
Þar óx upp bærinn Nýja-Amsterdam, sem varð höfuðborg Nýja-Hollands.
Árið 1638 lentu Svíar, Finnar og Þjóðverjar við Delawareflóa og
stofnuðu Christina (nú Wilmington) sem höfuðstað Nýju-Svíþjóðar.
Árið 1647 varð Peter Stuyvesant fjórði og síðasti landstjórinn í
Nýju-Amsterdam, sem Bretar hertóku árið 1644 og skírðu New York.
Brezkar nýlendur. England varð síðast til að leita fanga í Ameríku.
Þar, sem annars staðar, nutu þeir yfirburða sinna á hafinu en
þeir höfðu aukizt við sigurinn á flotanum ósigrandi og hugdirfsku
sjóræningjanna Francis Drake, Walter Raleigh, John Hawkins o.fl.
Árið 1584 stofnaði Walter Raleigh
(1552-1618) fyrstu byggðir á Roanokeeyju fyrir strönd Norður-Karólínu.
Sú byggð var síðan yfirgefin.
Árið 1587 fæddist fyrsta barn enskra foreldra, Virginia Dare (18/8), í
Ameríku.
Önnur bylgja enskra innflytjenda kom í upphafi 17. aldar.
þeir hófu ekki aðalinn til valda eins og Frakkar og Spánverjar,
heldur réðu miðstéttirnar mestu í auðvaldsskipulagi.
Iðnbyltingin í Evrópu olli atvinnuleysi þar og stuðlaði að auknum
landflótta til nýja heimsins.
Enskir kaupsýslumenn beindu líka augum sínum þangað í leit að
nýjum hráefnislindum og mörkuðum fyrir vörur sínar.
Á árunum 1607-1732 voru stofnaðar 13 sjálfstæðar, enskar nýlendur á
Atlantshafsströnd-inni.
Þær urðu síðar stofnríki BNA, þegar þær sameinuðust (4/4 1776).
Árið 1607 var brezka nýlendar Virginía til (Elisabeth I) út frá bænum
Jamestown.
Árið 1620 komu hinur 102 hreintrúuðu pílagrímafeður á Mayflower frá
Englandi um Holland. Þeir
lentu í nóvember hjá Plymouth í Massachusettes (nýlenda frá 1630)
eftir að hafa gert með sér Mayflowersamkomulagið um félagsmál til
uppbyggingar nýlendna í Ameríku.
Árið 1621 var fyrsta uppskera pílagrímanna í Ameríku og síðan hefur
fjórði fimmtudagur í nóvember verið frídagur, þakkargerðardagurinn, og
haldinn hátíðlegur.
Árið 1623 var New Hampshire stofnuð.
Árið 1629 fékk Robert Heath frá Karli konungi hið fyrrum spænska land,
Karolina, sem síðar (1730) var skipt í Norður- og Suður-Karólínu.
Árið1634 settist Cecil Calvert II, lávarður af Baltimore, að í
Maryland (eftir Henriettu Marie, drottningu Karls I) og ofsótti
katólikka. Höfuðborgin Baltimore varð fyrsta miðstöð katólskra á
amerískri grund.
Árið 1635 var Connecticut stofnað.
Árið 1636 var Rhode Island stofnað.
Árið 1643 var stofnað samband hreintrúarnýlendna Nýja-Englands.
Árið 1664 lögðu Englendingar undir sig hollenzku nýlenduna New York
auk New Jersey og Delaware (fyrst sænsk, svo hollenzk).
Árið 1681 stofnaði kvekarinn William Penn (1644-718) nýlenduna
Pennsylvaníu (Penns-skóg; til heiðurs föður Williams).
Árið 1683 stofnaði Penn Philadelphíu (Borg bróðurástar), höfuðborg
Pennsylvaníu. Þar settust
Þjóðverjar fyrst að, einkum memonítar frá Rheinland/Pfalz, og stofnuðu
Germantown, vöggu þýzkra áhrifa í Norður-Ameríku.
Árið 1732 stofnaði James Oglethorpe Georgíu, sem varð 13. og síðasta
enska nýlendan í Norður-Ameríku.
Landnemar þessara 13 nýlendna voru að mestu af sama bergi brotnir og
töluðu sama mál. Nýlendur
þeirra voru samt mismunandi skipulagðar og miðuðust við sjálfstæði
innbyrðis. Lungi
landnemanna kom með því hugarfari að halda áfram sömu lífsvenjum og í
gamla landinu og fluttu því ekki með sér áætlanir um nýskipan
samfélagsins í nýja heiminum. Pílagrímafeðurnir voru þó undantekning. Þeir höfðu gert með sér samkomulag um lýðræðislega
ríkisstjórn, sem varð leiðarljós við stofunun BNA.
Um aldamótin 1700 bjuggu u.þ.b. 2.500 landnemar í Norður-Ameríku
en 50 árum síðar voru 2/3 íbúanna fæddir í landinu.
Sjálfstæðisbaráttan. Árangur í hernaði gegn frönsku nýlenduherrunum á fyrri hluta
18. aldar auk framfara á sviðum viðskipta-, félags- og menningarmála
(háskólar: Harvard 1636, Yale 1701, Princeton 1746) efldi
sjálfstæðisvitund landnemanna.
Árið 1775 var Philadelphía orðin næststærsta borg
konungs-ríkisins (á eftir London).
Stjórnsýsla Breta undir forystu Greenville varð tilefni óánægju í
Norður-Ameríku að loknu 7 ára stríðinu (1756-63), sem lauk með sigri
Englands.
Landnemunum var m.a. bannað að setjast að vestan Appalachefjalla.
Árið 1764 var nýlendunum bannað að gefa út
eigin gjaldmiðla (Currency Act) og sykur-tollur var lagður á aftur.
Árið 1765 var lagt á stimpilgjald fyrir allar tilkynningar og prentun
(Stamp Act) auk þess var lagður á skattur til að standa undir fjölgun
í her Breta í Norður-Ameríku (Quartering Act)
Árið 1766 var stimpilgjaldið afnumið.
Árið 1767 voru lagði tollar á innflutning ýmissa vara, s.s. te, lit,
gler, pappír o.fl. (Towns-end Act).
Viðbrögð landnemanna komu fram í óánægju og þögulli andspyrnu og kröfu
um fulltrúa í brezka þinginu undir slagorðunum: "Engir skattar án
þingsæta". Spennan jókst.
Árið 1770. Hinn 5. marz
drápu brezkir hermenn þrjá borgara í ryskingum í Boston.
Þetta tiltölulega veigalitla atvik breikkaði bilið milli
nýlendnanna og móðurlandsins og festist á spjöld sögunnar sem
'fjöldamorðin í Boston'.
Árið 1773. Teveizlan í
Boston.:
Landnemar, dulbúnir sem indíánar, hentu teböggum af skipum í
höfnina til að mótmæla viðskiptabanni nýlendnanna við þrjá aðila.
Árið 1774 settu Bretar refsilög á nýlendurnar (Intolerable Act) og
lokuðu höfninni í Boston.
Fulltrúar allra nýlendnanna, nema Georgíu hittust í Philadelphíu og
héldu fyrsta meginlandsþingið (Continental Congress).
Þar var afráðið að hætta viðskiptum við móðurlandið og aðrar
brezkar nýlendur. Bretar beittu valdi í Massachusetts. Undirbúningur fyrir hernaðarátök hófst.
Árið 1775. Hinn 19. apríl
hófst sjálfstæðisstríðið með blóðugum átökum í grennd við Boston
(Concorde og Lexington).
Þar börðust rauðjakkar Breta við föðurlandsvini, sem kölluðu sig
Minutemen, þ.e. ávallt viðbúnir.
Bretar urðu að láta undan síga við Boston.
Nýlendurnar töpuðu orrustu við Bunker Hill.
Sá ósigur olli því, að nýlendubúar þjöppuðu sér betur saman.
Annað meginlandsþingið gerði George Washington að yfirmanni
uppreisnarhersins.
Benjamín Franklín varð sendiherra í París.
Árið 1776 rak Washington Breta endanlega frá Boston. Brezkir herir
með fjölda þýzkra hermanna frá Hessen og Braunschweig lögðu New York
undir sig. |