Salem Oregon Bandaríkin,


SALEM
OREGON

.

.

Utanríkisrnt.

Salem er höfuðborg Oregonfylkis, miðstöð stjórnsýslu, viðskipta og iðnaðar í frjósömu héraði í miðjum Willarnette-dalnum.  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru matvæli, drykkjarvörur, pappír, viðarvörur, gámar, vefnaðarvörur, byggingarvörur og rafeinda- og raftæki.  Þarna er Willarnett-háskóli (Oregon Institute 1842), Vestur-Baptisaháskólinn (1936), Þinghúsið (tilbúið seint á fjórða áratugi 20. aldar) og Robert S. Allen-forngripasafnið.

Borgin var stofnuð á árunum 1840-41, þegar trúboðar meþódista komu sér fyrir á staðnum.  Fyrir þeim fór Jason Lee, sem leiddi fólkið sitt vestur eftir Oregonleiðinni.  Borgin var skipulögð 1848.  Hún varð héraðshöfuðborg 1851 og fylkishöfuðborg 1859.  Nafnið er dregið af hebreska orðinu shalom (friður) vegna þess að Calapooya-indíánar kölluðu staðinn Chemeketa, sem þýðir hvíldarstaður.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 108 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM