Eugene-borg í
Oregonfylki er mikil miðstöð skógræktar- og skógarhöggshéraðs
og höfuðstöðvar Willarnette National Forest.
Ferðaþjónusta og hátæknirannsóknir eru líka veigamiklir
atvinnuvegir. Borgin er
setur Fylkisháskólans (1876) og Norðvestur-kristna háskólans
(1895). Byggð fór að
myndast á þessum slóðum eftir að járnbrautin hafði verið lögð
1871. Nafnið er dregið af
Eugene F. Skinner, sem var meðal fyrstu landnámsmanna. Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 113 þúsund. |