Tulsa er miðstöð viðskipta,
fjármála, þjónustu og iðnaðar (búnaður til geimferða, olía,
benzín, rafeindatæki, málmar, hitunarbúnaður, dráttarvindur, vélknúin
farartæki, húsgögn, vefnaður, matvæli, íþróttavörur og
byggingarefni). Ferðaþjónusta,
viðhald flugvéla og tölvugeirinn eru vaxandi tekjulindir borgarinnar. Catoosa-höfn í næsta nágrenni er meðal mestu innhafna
landsins við skipaleiðirnar á siglingaleiðunum McClellan-Kerr
Arkansasárinnar. Lokið
var við að tengja Tulsa þessu kerfi árið 1971, þannig að nú
liggur leiðin greið suður til Mexíkóflóa og norður til Vatnanna
miklu.
Tulsa er fögur borg með fjölda
grænna svæða og áhugaverðum menningarfyrirbærum.
Meðal æðri menntastofnana eru Tulsaháskóli (1894), Oral
Roberts-háskóli (1965), Beinafræðideild fylkisháskólans (1974) og
Oklahoma læknaaháskólinn (1974).
Dýragarðurinn, Robert J. Lafortune North America Living Museum,
Thomas Gilcrease-stofnunin (saga og list Ameríku), Rebacca og Rershon
Fenster-gyðingalistasafnið og Tulsa leiklistarmiðstöðin (1977; Fílharmóníuhljómsveitin,
Ballettinn og óperan) eru meðal áhugaverðra staða í borginni.
Sýningartorgið er vettvangur árlegra kaupstefna og þar
stendur stór sýningarhöll.
Creek-indíánar frá
Alabama námu land á þessu verndarsvæði árið 1830 og nefndu það
Tulsee-borg (dregið af Tullahassee = gamla borg).
Landnám hvítra manna á þessu svæði hófst 1882, þegar búið
var að leggja járnbrautirnar. Byggðin
þróaðist sem flutningamiðstöð og uppgötvun olíu við Red Fork
1901 og við Glenn Pool 1905, var hagsæld borgarbúa tryggð.
Tulsa stækkaði ört á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar
og aftur á fimmta áratugnum, þegar mikil iðnvæðing í tengslum við
síðari heimsstyrjöldina átti sér stað.
Áætlaður íbúafjöldi 1990 var rúmlega 367 þúsund. |