Oklahoma City Bandaríkin,


OKLAHOMA CITY
OKLAHOMA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Oklahoma, höfuðborg Oklahomafylkis, náði yfir 1608 ferkílómetra lands árið 1990.  Hún er ein víðfeðmasta borg BNA, þótt hún sé smærri öðrum að íbúafjölda.  Auk þess að vera setur fylkisstjórnar er hún aðalmiðstöð fjármála, viðskipta og flutninga í Oklahomafylki.  Mikið er hreinsað af olíu í borginni og meðal þess, sem verksmiðjur hennar framleiða eru alls konar málmvörur, rafeindatæki og búnaður til geimferða og matvæli.  Umhverfis borgina er mikið ræktað af hveiti og öðru korni og nautgripum.  Tinker flugherstöðin í næsta nágrenni er mikilvæg birgða- og þjónustumiðstöð og einn af stærstu vinnuveitendum á þessum slóðum.  Meðal áhugaverðra staða í borginni eru þinghúsið (aðallega úr hvítum kalksteini), Hetjuhöll kúrekanna og vestrasafnið.  Borgin er setur Miðvestur-kristna háskólans (1946), Borgarháskólans (1904) og Heilsuvísindaháskólans (1900).  Kirkpatrick-miðstöðin hýsir fjölda safna, s.s. Geimferðasafnið, Alþjóðlegu ljósmyndahöllina og Omniplex, vísindasafn, þar sem hægt er að gerast þátttakandi og leika sér.

Fyrrum bjuggu margar ættkvíslir indíána á þessu svæði (Cherokee, Chickawaw, Choctaw, Creek og Seminole).  Árið 1889 var það opnað fyrir landnám hvítra manna.  Hverjum landnema var heimilt að nema eins stórt land og hann gat merkt sér samkvæmt ákveðnum reglum og mönnum hljóp mikið kapp í kinn við landnámið.  Á einum degi reist tjaldborg 10.000 landnema á núverandi borgarstæði.  Líklegasta ástæðan fyrir því var járnbrautin, sem var lögð þangað árið 1887.  Árið 1910, þegar Oklahoma tók við höfuðborgarhlutverkinu af Guthrie, var hún orðin stærsta borg fylkisins með u.þ.b. 64 þúsund íbúa.  Það tók bandarísku póstþjónustuna þrettán ár að viðurkenna nafn borgarinnar, sem hafði verið á hvers manns vörum síðan 1889.  Efnahagur borgarinnar blómstraði eftir uppgötvun olíu- og gaslinda innan og skammt utan borgarmarkanna árið 1928.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 445 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM