Lawton er viðskiptamiðstöð
fyrir hveiti- og nautgriparæktarhérað og framleiðandi hjólbarða,
skartgripa, snyrtivöru, fatnaðar og matvæla.
Þarna er Cameron-háskóli (1909) og miðstöð stórskotaliðs
Bandaríkjahers, Fort Sill (1869) er í næsta nágrenni.
Virkið hýsir stórt safn og gröf Geronimo, höfðingja Apache-indíánanna.
Borgin óx hratt eftir að lönd Kiowa, Comanche og Apache-indíána
opnuðust til landnáms 1901. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var tæplega 81 þúsund. |