New Hampshire land og náttúra Bandaríkin,


LAND og NÁTTÚRA
NÝJA-HAMPSHIRE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál fylkisins er 24.219 ferkílómetrar (46. í stærðarröð fylkja BNA).  Sambandssjórnin á 13% landsins.  Fylkið er nokkurn vegin þríhyrningslagað og mesta vegalengd frá norðri til suðurs  290 km og frá austri til vesturs 150 km.  Hæð yfir sjó nær frá sjávarmáli upp í 1.917 m á tindi Washingtonfjalls.  Meðalhæð yfir sjó er 305 m.  Strandlengjan er 211 km long.  Þrjár henna morgue klettaeyja fyrir ströndinni tilheyra fylkinu.

Þessu litla landsvæði er skipt í þrjár landfræðilegar einingar:  Strandláglendið, upland Nýja-Englands og Hvítufjöll.  Hið fyrstnefnda í suðausturhlutanum er minnst.  Þar eru sandstrendur við Atlantshafið.  Stærsta svæðið er upplandið.  Þar er hæðótt og fjöldi vatna og tjarna.  Myndbreyttir klettar berggrunnsins standa víða upp úr þessu landslagi.  Þessi klettabelti eru kölluð monadnocks eftir Monadnock-fjalli í suðvesturhlutanum.

Í norðurhlutanum tróna hin hrikalegu Hvítufjöll.  Meðal þeirra er Forsetafjallgarðurinn.  Fjöllin eru að mestu úr graníti og skyldum bergtegundum (syenít og monzonít) frá devontímanum.  Frjósamasti jarðvegurinn er í árdölum.  Áhugaverðustu drættirnir í fjallendinu eru skörðin eða dyrnar með alls konar höggmyndum náttúrunnar, s.s. Franconia Notch, sem er prýtt Gamla fjallakarlinum.

Fimm helztu ár fylkisins eru:  Merrimack, Connecticut (lengst), Androscoggin, Saco og Piscataqua.  Stöðuvötn eru mörg.  Hið stærsta, Winnipesaukee í miðhlutanum, er vinsæll ferðamannastaður og prýtt fjölda eyja.  Þá má einnig nefna vötnin Newfound, Ossipee, Squam, Sunapee og Vinnisquam.

Loftslagið.  Vestan- og norðvestanvindar eru ríkjandi og ráða að mestu um loftslagið.  Á veturnar flytja þeir þurrt og kalt loft og þægilega svalt og þurrt loft á sumrin.  Austan- og norðaustanvindar valda miklu úrfelli, bæði regni og snjó.  Meðalmánaðahiti fer eftir árstíðum og hæð yfir sjó.  Meðalhitinn í júlí í Concord á upplandinu er 21°C og -6°C í janúar.  Á tindi Washintonfjalls er meðalhitinn í júlí 10°C og -14°C í janúar.  Lægsta skráð hitastig í fylkinu er -43,3°C (1929 í Pittsburgh í norðurhlutanum) og hinn hæsti 41,1°C (1911 í Nashua í suðurhlutanum).

Flóra og fána.  Skógar þekja u.þ.b. 83% landsins (hvítfura, óðjurt, eik, ljóst birki, hlynur, greni, balsamfura, gulbirki, sykurhlynur og hvítaskur).  Fjöldi blómplantna prýðir landslagið og uppi í fjöllum eru alpategundir.

Meðal villtra dýra eru dádýr, bifrar, moskrottur, íkornar, refir, kanínur, broddgeltir, þefdýr og moldvörpur.  Uppi í fjöllum eru svart- og brúnbirnir og örfáir elgir.  Meðal angengra fuglategunda eru þrestir, söngvarar, finkur, spætur, krákur, hlöðuuglur, rauðbrystingar og bláskjáir.  Fuglar, sem leyft er að veiða, eru m.a.  orri, kalkúni og fasanar.  Nokkrar snákategundir þrífast í fylkinu.  Stangveiðimenn eltast helzt við urriða, sem þrífst í næstum öllum vötnum og ám, auk regnbogasilungs, geddu, karfa, áls, lax, gulkarfa og bassa.  Fyrir ströndinni eru ágæt humar- og rækjumið.

Auðlindir, framleiðsla og iðnaður.  Lítið er um námuvinnslu í fylkinu en helztu jarðefnin eru granít, sandur, möl, eðalsteinar og míka.

Landbúnaður er lítill og byggist á mjólkurframleiðslu, heyi, eggjum, nautakjöti, eplum, svína- og sauðfjárrækt, bláberjum, kalkúnum og grænmeti.

Skóglendið er talsvert nýtt til trjákvoðu.  Fiskveiðar og vinnsla er ekki stór í sniðum (humar, rækjur, þorskur, túnfiskur og ufsi).

Iðnaðurinn stendur undir 28% vergrar þjóðarframleiðslu.  Helztu framleiðsluvörurnar eru vélar til iðnaðar, nákvæmnistæki, rafeindatæki, gúmmí- og plastvörur, útgáfustarfsemi, pappírsvörur, hrámálmar, fatnaður og vefnaðarvara.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM