New Hampshire íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
NÝJA-HAMPSHIRE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar fylkisins 1.109.252 og hafði fjölgað um 20,5% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á ferkílómetra var 46.  Mesta þéttbýli er í suðausturhlutanum.  Hvítir 98%, svartir 0,6% auk 11.300 af spænskum uppruna, 2.075 indíána og 2.314 kínverja.

Menntun og menning.  Árið 1647 kváðu lög svo á, að bæir með fleiri en 100 fjölskyldur skyldu stofna barnaskóla en fyrstu ríkisskólunum var ekki komið á fót fyrr en 1708 og fyrstu framhaldsskólarnir árið 1830.  Samræmt kerfi fylkisskóla var stofnað 1919.  Í kringum 1990 voru grunnskólar 444 með 171.700 nemendur og 15.800 í einkaskólum.

Þá voru 29 æðri menntastofnanir í Nýja-Hampshire með 58.600 stúdenta.  Elzta þeirra er Dartmouth-háskólinn (1769) í Hanover og þar að auki Háskóli Nýja-Hampshire (1866) í Durham og St Anselm-háskóli (1889) og Nýja-Hampshire College (1932) í Manchester.

Nokkur merkustu safna fylkisins eru í Manchester og Concord.  Currier listasafnið er í Manchester, Sögufélagssafn Nýju-Hampshire er í Concord, Hood-safnið er í Hanover og Lamont listasafnið er í Exeter.

Ahugaverðir staðir.  Stóri Hvítafjalls þjóðarskógurinn og Winnipesaukee-vatn eru vinsælustu ferðamannastaðir fylkisins.  Meðal helztu sögustaða eru Gamla virkið númer 4 í Charlestown, Shaker-þorpið (1792) í Canterbury, Strawberry Bank í Portsmouth (hús frá 1695), heimili Augustus St-Gaudens í nágrenni Lebanon (myndhöggvari), fæðingarstaður Daniels Webster í nágrenni Franklin, heimili Franklin Pierce í nágrenni Hillsboro og fæðingarstaður Horace Greenley í Amherst.

Íþróttir og afþreying.  Fjöll, skógar, stöðuvötn og strendur fylkisins gefa kost á margs konar afþreyingu.  Tjaldferðir, gönguferðir, sund, stangveiði, bátsferðir, reiðtúrar, kappreiðar og skíðaferðir eru vinsælar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM