Nebraska er stjórnað í anda
stjórnarskrárinnar frá 1875 með síðari breytingum. Æðsti
embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er kosinn í almennum
kosningum til 4 ára í senn og má aðeins þjóna í tvö samfelld
kjörtímabil í einu. Aðrir kjörnir embættismenn eru
varafylkisstjóri, innanríkisráðherra, ríkissaksóknari,
fjármálaráðherra og ríkisendurskoðandi.
Nebraska er eina fylkið í BNA, sem hefur einnar deildar þing.
Þar sitja 49 öldungar, sem eru kosnir til 4 ára í
einstaklingskosningum. Almenningur kýs tvo öldunga til setu
í sambandþinginu og fylkið ræður 5 kjörmönnum í
forsetakosningum.
Flokkur lýðveldissinna hefur fleiri skráða meðlimi en
demókratar en mjög jafnt er með þeim í kosningum. Frá 1970
til aldamóta sátu demókratar á fylkisstjórastóli og í
öldungadeildinni í Washington DC. Í forsetakosningum styðja
kjörmenn fylkisins oftast frambjóðendur lýðveldissinna. |