Nebraska íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
NEBRASKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar fylkisins 1.578.385 og hafði fjölgar um 0,5% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 8.  Mesta þéttbýlið er meðfram austurmörkunum, meðfram ánum Platte og Norður-Platte.  Hvítir 93,8%, negrar 3.6% auk u.þ.b. 37.000 af spænskum uppruna, 12.344 indíána, 1.943 Kóreumanna, 1.806 Víetnama og 1.775 kínverja.

Menntun og menning.  Skólakerfi var ekki komið á fót í fylkinu fyrr en árið 1855, þótt fyrsti skólinn væri stofnaður á þriðja áratugi 19. aldar.  Stjórnarskráin frá 1875 kvað á um gagnfræðamenntun.  Í kringum 1990 voru grunnskólar 1.524 með 270.900 nemendur auk 31.200 í einkaskólum.  Þá voru 36 æðri menntastofnanir í fylkinu með 108.800 stúdenta.  Meðal hinna helztu eru Nebraskaháskóli með útstöðvar í Lincoln, Omaha og Kearney, Peru ríkisháskólinn ( 1867) í Peru, Creighton-háskóli (1878) í Omaha og Hastingsháskóli (1882) í Hastings.

Mörg söfn fylkisins leggja áherzlu á söguna, sem tengist landnámi hvíta mannsins.  Meðal merkra safna má nefna Safn sögufélags Nebraska í Lincoln, High Plains-safnið í McCook og Skinnaverzlunarsafnið í nágrenni Chadron.

Áhugaverðir staðir.  Margir vinsælustu ferðamannastaða fylkisins eru í árdal Platte, þar sem leiðir landnemanna eru skýrt merktar.  Þeir komu eftir Oregon-, Mormóna- og Yfirlandsleiðunum og með póstvögnum og síðar með Kyrrahafsjárnbrautinni.  Agate steingervinga þjóðarminnismerkið er vinsæll skoðunarstaður.  Þá er mýgrútur af sögustöðum eins og Chimney Rock National Historic Site í nágrenni Bayard, Scotts Bluff þjóðarminnismerkið í nágrenni Gering og Fort Kearny State Historic Park í nágrenni Kearney.  Þar að auki má nefna Harold Warp landnemaþorpið í Minden, Hersafnið í Robinson-virkinu í Crawford, Pony Express-stöðina í Gothenburg og heimili Buffalo Bill (Willim F. Cody) nærri ánni Norður-Platte.

Íþróttir og afþreying.  Fjöldi stöðuvatna og manngerðra lóna eru upplögð fyrir baðstrandalíf, bátsferðir, vatnaíþróttir og stangveiði.  Dýraveiðar, tjaldferðir, gönguferðir og veðreiðar eru líka vinsæl afþreying.  Vert er að benda á Fort Niobrara National Wildlife Refuge, sem býður fjölda gönguleiða.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM