Syracuse New York Bandaríkin,


SYRACUSE
NEW YORK

.

.

Utanríkisrnt.

Syracuse er miðstöð viðskipta, dreifingar, iðnaðar og menningar í landbúnaðar- og ferðamannahéraði.  Framleiðslan byggist aðallega á loftræstikerfum, flutningatækjum, málmvörum, efnavöru, prentuðu efni, leirmunum, lyfjum og matvælum.  Borgin er setur Syracuse-háskóla, Fylkisháskólans (1834; SUNY; heilbrigðisvísindi), Umhverfisháskólans (1911; SUNY) og Le Moyne-háskólans (1946).  Fylkiskaupstefnan hefur verið haldin árlega í borginni síðar 1841.

Umhverfis Syracuse, sem franski landkönnuðurinn Samuel de Champlain heimsótti fyrstur hvítra manna árið 1615, var fyrrum höfuðstaður hinna fimm ættkvísla Iroquois-indána og bústaður Onodaga-indíánanna.  Landnemar komu þarna á fót trúboði og reistu virki á árunum 1655-56 en urðu að flytjast brott 1658 vegna árása indíánanna.  Saltar lindir, sem uppgötvuðust 1654, voru aðalástæðan til landnáms og varanlegrar byggðar eftir 1780.  Þá gekk byggðin undir nafninu Wetster’s Landing en fékk núverandi nafn 1820 frá forngrísku borginni Syracuse.  Bærinn þróaðist vegna saltnámsins og síðar sem hafnarborg við Erie-skipaskurðinn.  Salt var selt vítt og breitt um landið þar til eftir þrælastríðið.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 164 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM