Rochester New York Bandaríkin,


ROCHESTER
NEW YORK

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Rochester er hafnarborg fyrir hafskip beggja vegna Genesee-árinnar, sem tengir hana við Ontaríóvatn í norðri.  Hún er mikil iðnaðarborg og miðstöð flutningamiðstöð fyrir ávaxtaræktarhérað.  Hún er kunn sem heimaborg Eastman Kodak ljósmyndavéla- og vöruframleiðandann.  George Eastman opnaði fyrstu þurrplötuverksmiðjuna í borginni árið 1880.  Meðal framleiðsluvara borgarinnar eru ljósmyndavélar, sjóngler, afritunarvélar, sjúkrahúsvörur og vísindatæki.  Einnig er mikið framleitt af stálgámum og ílátum, þungavélum, prentuðu efni, flutingatækjum, plastvöru og fatnaði.  Í borginni starfar fílharmoníuhljómsveit, ópera, leikhús og listdanshópar.  Meðal áhugaverðra staða eru Alþjóðlega ljósmyndunarsafnið í George Easman-húsinu.  Borgin er setur Rochester-háskóla (1850), Tækniháskóla (1829) og Colgate-guðfræðiskólans (1817; Bexley HallYCrozer Theological Seminary).  Þarna er líka safn um og fyrrum heimili Susan B. Anthony, fylgjanda afnáms þrælahalds og kvenréttindakonu.

Landnám hvítra manna hófst á þessu svæði, þegar Nathaniel Rochester og tveir félagar hans keyptu núverandi borgarland árið 1803.  Hann skipulagði byggðina árið 1811 og nefndi hana eftir sjálfum sér.  Varanleg byggð fór að myndast árið 1812.  Vöxtur hennar var tryggður við opnun Erie-skipaskurðarins, sem hún tendist 1822.  Þarna voru stórar hveitimyllur í rekstri þar til þessi iðnaður færðist vestar eftir 1870.  Frá árinu 1850 var bærinn miðstöð grænmetisræktunar og kunnur fyrir fjölda ræktunarstöðva og fagra garða.  Um miðja 19. öldina var borgin miðstöð stjórnmálahreyfinga, sem voru tengdar baráttunni fyrir afnámi þrælahalds og auknum réttindum kvenna.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 232 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM