New York er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar, sem tók
gildi 1895. Æðsti embættismaðurinn, fylkisstjórinn, er kosinn í
almennum kosningum til 4 ára í senn og er ekki háður takmörkunum um
framboð. Aðrir kjörnir embættismenn eru vararíkisstjóri,
dómsmálaráðherra og ríkisendurskoðandi.
Þingið starfar í öldungadeild (61) og fulltrúadeild (150). Þingmenn
beggja deilda eru kosnir til tveggja ára í senn. Fylkið á 2 sæti í
öldungadeild og 31 sæti í fulltrúadeild sambandsþingsins í Washington
DC og ræður 33 kjörmönnum í forsetakosningum.
Fjöldi íbúa fylkisins hafa leikið stór hlutverk í stjórnmálalífi BNA.
Á tíunda áratugi 20. aldar var mjög jafnt á komið með lýðveldissinnum
og demókrötum. New York-borgarbúar voru hliðhollari demókrötum en
annars staðar í fylkinu var fylgi lýðveldissinna meira. Íbúar útborga
og úthverfa borgarinnar voru óræður þáttur í stjórnmálalífinu á
áttunda og níunda áratugnum, þannig að þeir gátu oft ráðið úrslitum.
Á fjórða og fimmta áratugnum réði fylkið 47 kjörmönnum, þannig að þeim
hefur fækkað verulega. Engu að síður eru kjörmenn þess þungt lóð á
vogarskálunum. |