Long Island New York Bandaríkin,


LONG ISLAND
NEW YORK

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Langey (Long Island) er stærsta eyja BNA á meginlandinu í suðausturhluta New York-fylkis.  Hún er 190 km löng, 19-32 km breið og 4356 km² að flatarmáli.  Norðan hennar er Langeyjarsund, Atlantshafið að austan og sunnan, Þrengsli (Narrows) og New York-flói að vestan og Austurá að norðvestan.  Tveir stórir flugvellir eru á eyjunni, Kennedy og La Guardia.  Fjöldi brúa og ganga tengja vesturhluta eyjarinnar við hverfin Manhattan og Bronx og löng hengibrú tengist hverfunum Brooklyn og Staten-eyju.

Næstum áttungur eyjarinnar eru undir hverfunum Kings og Queens.  Rúmlega helmingur íbúa Langeyjar býr í þessum hverfum.  Hinn hluti eyjarinnar skiptist í Nassau og Suffolk.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 7 miljónir.  Norðurströnd eyjarinnar er hæðótt og mjög vogskorin.  Suðurströndin er flatlend og varin ágangi Atlantshafsins með fjölda mjórra smáeyja.  Peconic-flói er á milli tveggja skaga á austanverðri eyjunni.  Norðurskaginn endar í Orient-höfða og hinn syðri í Montauk-höfða.  Eyjan er vinsæll sumardvalarstaður með fjölda baðstranda og tækifæra til afþreyingar og afslöppunar.

Mikill iðnaður er stundaður í Brooklyn og Queens.  Í Nassau og Suffolk er mikil ræktun nytjaávaxta og talsvert er ræktað þar af kjúklingum.  Í Suffolk er talsvert um ostruræktun og úthafsveiðar.

Enski sæfarinn Henry Hudson kom auga á Langey árið 1609, þegar Algonquia-indíánar bjuggu þar.  Fyrstu hollenzku og ensku landnemarnir deildu um eignarrétt eyjarinnar og samkvæmt samningi, sem var gerður árið 1650 fengu hollenzku landnemarnir vesturenda eyjarinnar og hinir ensku austurendann.  Árið 1664 varð öll eyjan hluti ensku nýlendunnar New York.  Hollendingar náðu henni undir sig um skamma hríð á árunum 1673-74.  Í frelsisstríðinu sigruðu Bretar Bandaríkjamenn í orrustu á Langey árið 1776.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM