Rochester Minnesota Bandaríkin,


ROCHESTER
MINNESOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Rochester er verzlunar- og iðnaðarborg og miðstöð heilbrigðisþjónustu á landbúnaðarsvæði (rafeinda- og raftæki, málmvörur og matvæli).  Borgin er kunn fyrir að vera setur Mayo-stofnunarinnar, sem rekur m.a. Mayo-læknamiðstöðina (1889) og er nú stærsti vinnuveitandi hennar.  Þessi stofnun rekur einnig Mayo-menntaskólann (1915), Mayo-læknisfræðiskólann (1915) og Mayo læknaskólanna (1972).  Meðal menningarstofnana eru Listamiðstöðin, Mayowood (fyrrum heimili Mayo-fjölskyldunnar) og Mayo-bókasafnið.  Byggð fór að myndast á þessum slóðum árið 1854 og var nefnd eftir Rochester í New York-fylki.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 71 þúsund.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM