Michigan land og náttúra Bandaríkin,


LAND og NÁTTÚRA
MICHIGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál Michigan er 250.738 ferkílómetrar (11. í stærðarröð fylkja BNA).  Sambandsstjórnin á 9,8% landsins.  Mesta vegalengd frá 460 km frá norðri til suðurs og 315 km frá austri til vesturs á neðri skaganum og 525 km og 280 km á hinum syðri.  Lægsti staður fylkisins er í 174 m hæð yfir sjó og hæsti staðurinn, tindur Arvonfjalls í norðvesturhlutanum er í 274 m hæð yfir sjó.  Strandlengja Michigan við Vötnin miklu er 5.310 km löng.

Hlutar tveggja megin landfræðilegra svæða ná yfir Michigan:  Superior hálendið og láglendi austurhluta Vatnanna miklu.  Hið fyrrnefnda er vesturhluti efri skaga (Upper Peninsula).  Þar eru fjallgarðar með norðaustur-suðvestur stefnu og eyjan Royale, sem teygist til vesturs inn í Wisconsin og Minnesota.  Þetta er að mestu granítsvæði.  Meðal fjalla eru Porcupine-, Gogebic- og Koparfjöll.  Hin síðastnefndu eru að hluta á Keweenaw-skaga, sem teygist út í Superior-vatn.  Hæðarmunur yfir sjó er meiri í umhverfi þessa landshluta en annars staðar í fylkinu.

Austurhluti efri skagans og allure neðri skaginn eru tilheyra láglendi austursvæðis Vatnanna miklu.  Þar er jökulnúið, öldótt landslag með mjúkum línum og fjöldi mýra og afrennslislítilla vatna.

Lítt frjósamur jarðvegur efri skaga grár og grábrúnn, aðallega súrt jökulset.  Á þumalsvæðinu, suðaustan Saginaw-fjarðar, er þéttari leirjarðvegur.  Víðast í suðurhluta lægri skaga er jarðvegur mjög frjósamur og fjöldi býla.  Strandlengja Michigan-vatns er sums staðar þakin sandöldum.

Helztu vatnsföll á vestanverðum neðri skaga eru Grand (lengsta áin), Manistee, Pere, Marquette, Muskegon, Kalamazoo og St Joseph.  Á eystrihluta neðri skaga eru Au Sable, Saginaw, Cass, St Clair og Detroit.  Á efri skaga eru Ontonagon, Menominee, Escanaba og Manistique.  Á efri skaga er fjöldi fagurra fossa (Tahquamenon-fossar).

Auk Vatnanna miklu, Superior, Huron, Erie og Michigan, eru rúmlega 11.000 önnur stöðuvötn í fylkinu.  Hið stærsta þeirra er Houghton á neðri skaga norðanverðum.

Loftslagið.  Rakt meginlandsloftslag með stuttum sumrum.  Á efri skaga er svalara en á neðri skaga.  Á efri skaga eru svæði með 60-120 frostlausa daga á ári.  Meðalárshiti í Sault Sainte er 4,4°C.  Á svæðum neðri skaga eru frostlausir dagar 120-180.  Lægsta skráð hitastig er -46,1°C (Vanderbilt á norðanverðum neðri skaga 1934) og hið hæsta 44,4°C (Mio á sömu slóðum 1936).  Lítið er um fárviðri.  Fellibyljir leggja stundum leið sína um suðurhluta neðri skaga.

Flóra og fána.  Skóglendi þekur u.þ.b. helming fylkisins (fura, hlynur, eik og beyki) og víða prýða fallegar blómplöntur landslagið.

Meðal villtra dýra alls staðar í fylkinu eru íkornar, refir, moldvörpur og kanínur.  Dádýr eru á norðanverðum neðri skaga og á efri skaga.  Þar eru einnig hérar, broddgeltir, svartbirnir og gaupur.  Á Royale-eyju eru elgir og úlfar.

Í ám og vötnum eru m.a. gedda, bassi, karfi, silungur, krappi, blátálkni, lax og styrja.  Meðal algengra fugal eru rauðbrystingur, þröstur, lævirki, músarindill, bláfugl, gullþröstur, sögnþröstur og chickadee.  Gæsir, endur, orrar, fasanar og lynghænur eru algengir veiðifuglar.

Auðlindir, framleiðsla og iðnaður.  Meðal verðmætra jarðefna eru sandur, möl, kalksteinn, járngrýti, marmari, olía og náttúrugas.  Mór er alls staðar í mýrum.  Einnig finnst jarðsalt, kopar, leir, kol, gips, magnesium, mergill, pottaska, hellugrjót og silfur.

Helztu landbúnaðarafurðir eru mjólkurvörur, maís, hey, sojabaunir, nautakjöt, svínakjöt, baunir, hveiti, hafrar, kartöflur, gúrkur aspas og sykurrófur.  Talsvert er ræktað af kirsuberjum, eplum, ferskjum, bláberjum, plómum og perum.

Skógarhögg og timburvinnsla er lítt stunduð nema á vesturhluta efri skaga.  Trén eru aðallega nýtt til framleiðslu pappírs og borðviðar.  Fiskveiðar eru óverulegur þáttur í efnahagslífinu.

Michigan er meðal mestu iðnfylkja BNA.  Helztu framleiðsluvörur eru flutningatæki (bílar), vélbúnaður til iðnaðar, járn og stál, gúmmí, morgunkorn og önnur matvara, fatnaður, pappír, húsgögn og plastvörur.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM