Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar fylkisins
9.295.297 og hafði fjölgað um 0,4% næstliðinn áratug. Meðalfjöldi
íbúa á hvern ferkílómetra var 37. Þéttbýli er mest í
suðurhlutanum. Hvítir 83,4%, negrar 13,9% auk 201.600 af
spænskum uppruna, 55.131 indíána, 23.845 asísk/indverskra,
19145 kínverja, 16.316 Kóreumanna, 13.786 Filipseyinga,
10.681 Japana og 6.117 Víetnama.
Menntun og menning. Séra Gabríel Richard, franskur kaþóli,
trúboði og kennari, stofnaði skóla á Detroit-svæðinu í
kringum aldamótin 1800. Opinberu skólakerfi var komið á fót
árið 1837, sama ár og Michigan varð eitt fylkja BNA. Árið
1990 voru 3.314 grunnskólar í landinu með 1.576.800 nemendur
auk 167.900 í einkaskólum.
Fyrsti háskóli Michigan, Catholepistemiad eða Háskóli
Michigania, var stofnaður í Detroit 1817. Skömmu eftir
aðildina að BNA var hann fluttur til Ann Arbor sem
Michiganháskóli. Árið 1990 voru 97 æðri menntastofnanir í
fylkinu með 560.300 stúdenta. Meðal annarra háskóla eru
Wayne ríkisháskólinn og Detroitháskóli (1877) í Detroit,
Kalamazooháskóli (1833) og Vestur-Michiganháskóli (1903) í
Kalamazoo og Michigan ríkisháskólinn í Austur-Lansing.
Michigan státar af nokkrum þekktum söfnum. Þeirra á meðal
eru Listastofnun Detroit, Sögusafn Detroit, Barnasafnið í
Detroit, Vísindamiðstöðin í Detroit og Listasafn
Michiganháskóla í Ann Arbor.
Borgirnar Detroit, Flint, Grand Rapids, Kalamazoo, Lansing
og Saginaw styrkja hljómsveitir. Óperuleikhúsið er í
Detroit auk stærsta almenningsbókasafns fylkisins.
Interlochen listamiðstöðin stendur fyrir tónlistarhátíð á
sumrin. Skjöl og munir Fords forseta eru varðveittir í
safni í Ann Arbor.
Áhugaverðir staðir eru vítt og breitt um fylkið. Royale
þjóðgarðurinn er á Superior-vatni. Pictured Rocks National
Lakeshore (litskrúðugur sandsteinsklettar, strendur og
mýrlendi við Superior-vatn). Sleeping Bear Dunes National
Lakeshore (við Michigan). Meðal áhugaverðra sögustaða eru:
St Ignace trúboðsstöðin í St Ignace (1671; stofnandi franski
landkönnuðurinn sera Jacques Marquette).
Michilimackinac-virkið í Mackinaw City (endurgert franskt
virki frá f.hl. 18. aldar). Dutch Village í Holland (til
minningar um landnemana 1847). Mackinac-eyja (nokkur gömul
hús; enskt virki frá s.hl. 18. aldar). Gröf Sojourner Truth
í Battle Creek (19. aldar talsmaður bannlaga og kvenréttinda).
Íþróttir og afþreying. Vötnin miklu og þúsundir annarra
smávatna, ár og lækir gera Michigan að draumalandi
stangveiðimanna, strandlíf og bátsferðir. Dýraveiðar,
skíðastaðir, golf og tennis. Bois Blanc-eyja er vinsæll
staður meðal dádýraveiðimanna. |