Maryland stjórnsýsla Bandaríkin,


STJÓRNSÝSLA
MARYLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Maryland er stjórnað í anda stjórnarskrárinnar frá 1867 með síðari breytingum.  Fyrri stjórnarskrár voru lögleiddar árin 1776, 1851 og 1864.  Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er kosinn til fjögurra ára í senn í almennum kosningum.  Sami fylkisstjóri má ekki sitja nema tvö kjörtímabil í röð.  Aðrir kjörnir embættismenn eru varafylkisstjóri, ríkisendurskoðandi og ríkissaksóknari.  Fylkisstjóri skipar innanríkisráðherra og þingið kýs fjármálaráðherra.

Þingið starfar í öldungadeild (47) og fulltrúadeild (141).  Þingmenn beggja deilda eru kosnir til fjögurra ára í senn.  Hvor deild um sig kýs sér forseta.  Maryland á tvö sæti í öldungadeild sambandsþingsins í Washington DC og 8 í fulltrúadeildinni þar.  Fylkið ræður 10 kjörmönnum í forsetakosningum.

Í upphafi tíunda áratugarins fullyrtu demókratar, að þeir ættu mikið meirihlutafylgi meðal skráðra kjósenda í fylkinu.  Flestar þingnefndir voru skipaðar meirihluta demókrata og flokkurinn hafði meirihluta í báðum deildum þingsins.  Enginn lýðveldissinni hefur verið kjörinn fylkisstjóri síðan Spiro T. Agnew (1966), sem lauk ekki kjörtímabili sínu.  Hann var kjörinn varaforseti BNA 1968 og endurkjörinn 1972.  Hann sagði af sér 1973.  Demókratar hafa fengið stuðning kjörmanna Maryland síðan 1960.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM