Maryland íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
MARYLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúarnir 4.781.468 og hafði fjölgað um 13,4% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var 149 og allraþéttbýlast er í miðhlutanum.  Hvítir 71%, svartir 24,9% auk 30.868 kínverja, 30.320 Kóreumanna, 28.330 asísk/indverskra, 19376 Filipseyinga, 12.601 indíána, 8.862 Víetnama, 6.617 Japana og 125.100 af spænskum uppruna.

Menntun og menning.  Fyrsti einkaskólinn, King William’s skólinn, var stofnaður í Annapolis árið 1696 og ríkisskólakerfinu var komið á 1826.  Árið 1990 voru grunnskólar 1.217 með 698.800 nemendur og 99.300 sóttu einkaskóla.  Samtímis voru æðri menntastofnanir 57 talsins með 255.300 stúdenta.  Þeirra á meðal eru Marylandháskóli með fjölda útibúa, John Hopkinsháskóli og Morgan ríkisháskólinn (1867) í Baltimore, Sjóhersakademían og St John’s háskólinn í Annapolis, Goucher-háskólinn (1885) í Towson, Hood-háskólinn (1893) í Frederick og Washington-háskólinn (1782) í Chestertown.

Baltimore er aðalmenningarmiðstöð Maryland.  Þar eru nokkur beztu safnanna, Peale-safnið (1814; minjasafn),  Listasafn Baltimore (evrópsk og bandarísk list), Walter’s listasafnið (fornöld til 19. aldar), Sædýrasafn Baltimore, Maryland vísindasafnið og Lacrosse frægðarhöllin.

Áhugaverðir staðir.  Fjöldi merkilegra náttúruundra er á svæðinu frá sjó upp í Allegheny-fjöll.  Ocean City og strandþjóðgarður Assateague-eyju eru þekktir strandbæir og Djúpagljúfursvatn laðar ferðamenn til Allegheny-fjalla.  Catoctin Fjallagarðurinn, Greenkeltgarðurinn og Piscataway-garðurinn eru einnig vinsælir ferðamannastaðir.

Maryland státar af fjölda sögustaða og gamalla húsa.  Stjörnufánahúsið og Fort McHenry þjóðarminnismerkið eru í Baltimore.  Þar eru geymdar minjar um uppruna fána BNA og þjóðsöngsins.  Harpers Ferry söguþjóðgarðurinn, sem er að hluta í Virginíu, var vettvangur árásar aðskilnaðarsinna undir forystu John Brown.  Antietam og Monocacy vígvellirnir (báðir nærri Sharpsburg) voru báðir slóðir afgerandi bardaga í borgara/þrælastríðinu.  Chesapeake og Ohio Canal söguþjóðgarðurinn fylgir leiðinni meðfram Potomac-ánni (skurðurinn var grafinn á árunum 1828-50).  Merkileg 18. aldar hús er að finna á svæðinu Thomas Stone National historic Site í Glen Echo.  Þar stendur m.a. heimili stofnanda bandaríska rauða krossins.

Íþróttir og afþreying.  Marylandbúar hafa stundað margs konar útivist öldum saman.  Nú er mest áherzla lögð á stangveiði, siglingar, sund, dýraveiðar og gönguferðir.  Maryland á mörg góð keppnislið í lacrosse (boltasláttarleikur rakinn til indíána) og nútímaburtreiðar.  Víða eru skeiðvellir og veðreiðar eru vinsælar (Pimlico í Baltimore, Bowie- og Laurel skeiðvellirnir).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM