Suður-Portland er
borg í Cumberlandsýslu í Suðvestur-Maine við Casco-flóa, suðaustan
Portland. Hún var innlimuð
í fylkið árið 1898. Efnahagslíf
borgarinnar byggist aðallega á sjó- og landflutningum.
Elzti Vitinn á ströndinni í Maine-fylki er á Portlandskaga
(1791). Byggð fór að
myndast á þessum slóðum árið 1633.
Sjóflutningar hófust á 17. öld og uxu mikið, einkum í síðari
heimsstyrjöldinni. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 23 þúsund. |