Maine íbúarnir Bandaríkin,


ÍBÚARNIR
MAINE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúar fylkisins 1,227.928 og hafði fjölgað um 9,2% næstliðinn áratug.  Meðalfjöldi íbúa á ferkílómetra var 13.  Þéttbýlast er í suðvesturhlutanum.  Hvítir 98,4%, negrar 0,4% auk 5.945 indíána (penobscot og passamaquoddy), 1.262 kínverja, 1.058 Filipseyinga, 858 Kóreumanna, 642 Víetnama,  6.800 af spænskum uppruna og talsverðs fjölda fólks af fransk-kanadískum uppruna.

Menntun og menning.  Fyrstu skólar fylkisins voru stofnaðir snemma á 18. öld og opinbera skólakerfið fór að þróast eftir 1828.  Árið 1990 voru grunnskólar 751 með 213.800 nemendur.  Einkaskólar önnuðust menntun 11.200 nemenda.  Samtímis voru 31 æðri menntastofnun í fylkinu.  Þeirra á meðal eru Maineháskóli í Orono (1865), Háskóli Suður-Maine (1878) í Portland, Batesháskólinn (1855) í Lewiston, Bowdoinháskóli í Brunswick og Hussonháskóli (1898) í Bangor.

Meðal helztu menningarstofnana eru Portland listasafnið, William A. Farnsworth bóka- og listasafnið í Rockland, Bowdoinháskólalistasafnið í Brunswick, Þjóðminjasafnið í Augusta, Robert Abbe-steinaldarsafnið í Orono, Penobscot-sædýrasafnið, Shaker-safnið við Poland Spring og Colby-listasafnið í Waterville.

Áhugaverðir staðir.  Acadia þjóðgarðurinn (að mestu á Mount Desert-eyju), Katahdinfjall í Baxter ríkisgarðinum við norðurenda Appalachian útsýnisstígsins, sem liggur suður til Georgíu, Roosevelt Campobello-alþjóðagarðurinn (sumarbústaður fjölskyldu Franklin D. Roosevelt á Campobello-eyju) í Nýju-Brunswick í Kanada, skammt frá Maine.

Fjöldi óðalsetra, gamalla húsa og sveitakirkna er varðveittur.  Á St Croix-eyju eru varðveittar minjar um skammlífa byggð Frakka (1604-05).  Í Burnham Tavern (1770), í Machia, voru lögð á ráð um að ná brezka herskipinu Margaretta (1775) í fyrstu sjóorrustunni í sjálfstæðisstríðinu.  Wadsworth-Longfellow-húsið í Portland var æskuheimili ljóðskáldsins Henry Wadsworth Longfellow.

Íþróttir og afþreying.  Stöðuvötnin við ströndina og inni í landi, ár, fjöll og skógar eru uppsprettur fjölbreyttrar afþreyingarmöguleika, s.s. sunds, gönguferða, stangveiði og dýraveiða.  Nokkur skíðasvæði eru einnig fýsileg.  Veðreiðar í Scarborough Downs í grennd við Old Orchard Beach eru vinsælar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM