Brunswick er smáborg
í Cumberlandsýslu í Suðvestur-Maine við Androscoggin-ána og Casco-flóa.
Þessi bær við Atlantshafið er ferðamannastaður, sem var
innlimaður í Maine árið 1738. Þarna
eru m.a. stundaðar skipasmíðar og framleiðsla skófatnaðar og
rafeindatækja. Bowdoin-háskólinn
var stofnaður 1794. Þarna
er líka herstöð og flugvöllur sjóhersins.
Byggð hófst á þessu svæði 1628 og hún var nefnd eftir
George I, konungi Breta, sem bar líka titilinn hertoginn af Brunswick-Lüneburg.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 21 þúsund. |