Augusta Maine Bandaríkin,


AUGUSTA
MAINE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Augusta, höfuðstaður Maine-fylkis, er miðstöð opinberrar þjónustu, ferðaþjónustu og framleiðslu tölvubúnaðar, pappírsvöru og stáls.  Gestir borgarinnar líta gjanan við í Landstjórahúsinu (Charles Bulfinch; 1832) og Maine-háskóla (1965).  Íbúar frá Plymouth-nýlendunni í Massachusetts settust að í Augusta árið 1628 og stofnuðu þar verzlunarstað.  Fyrsta húsið, sem var kallað Fort Western, var notað sem birgðastöð í stríðum Frakka og indíána (1754-63).

Fyrrum bar Augusta önnur nöfn:  Cushion eða Cousin (1625-1771) og Hallowell (1771-1797).  Núverandi nafn er rakið aftur til síðari hluta 1797, til heiðurs Pamelu Ágústu Dearborn, dóttur Henrys Dearborn, hermanns í frelsisstríðinu og fulltrúa héraðsins Maine á Bandaríkjaþingi.  Árið 1832 tók Augusta við höfuðborgarhlutverkinu af Portland.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 21 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM