Árið
1718 stofnaði landstjóri Biloxi, Hean Baptiste Lemoine de Bienville,
New Orleans og skírði hana til heiðurs hertoganum af Orleans, sem
þá réði ríkjum í Frakklandi.
Árið 1721 var bærinn gerður að höfuðborg Louisiana, þótt
hann væri ekki annað en þorp byggt skinnaveiðimönn-um og gullgröfurum.
Árið 1728 lentu fyrstu þýzku landnemarnir.
Árið 1732 voru íbúarnir orðnir 5.000.
Árið 1762 létu Frakkar bæinn af hendi til Spánverja en íbúarnir
féllust ekki á það og komu á fót eigin stjórn.
Spánverjar náðu ekki völdum fyrr en 1769.
Árin 1800-03 var bærinn undir franskri stjórn en var síðan
afhentur BNA ásamt Virginíufylki og fékk borgarréttindi árið
1804.
Árið 1815 sigraði Andrew Jackson hershöfðingi og lið hans
Breta við Chalmette í úrslitaorrustu.
Í borgarastríðinu var New Orleans undir stjórn Butlers hershöfðingja
og gafst upp fyrir norðanmönnum árið 1862 eftir að Farragut hershöfðingi
hafði komizt í gegnum varnir Jacksonvirkis og
St. Philipsvirkis við Missisippi með 44 skip.
Árið
1850 voru íbúarnir orðnir 116.000, árið 1900 287.000 og 1960
628.000. Síðan hefur íbúum
nærliggjandi bæja og úthverfa fjölgað á kostnað New Orleans. |