Kentucky sagan Bandaríkin,


SAGAN
KENTUCKY

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kentucky-svæðið var byggt í fornöld.  Gnótt fornminja gefur góða hugmynd um menningu og siði indíánaþjóðflokka þar sem víðast annars staðar í Ameríku.  Á næstliðnum öldum löðuðu haglendi og veiðilendur Kentucky að indíána af þjóðflokkum shawnee, wyandot, delaware og cherokee.
 
Frumkönnun og landnám.  Franski landkönnuðurinn Robert Cavelier, sieur de La Salle, heimsótti svæðið á leið sinni niður Mississippi-fljótið (ferðalok 1682).  Síðari tíma landkönnuðir voru Thomas Walker (1750) og Christopher Gist (1751).  Árið 1767 kom landneminn Daniel Boone með fimm félögum sínum á austurhluta svæðisins.  Það var ekki fyrr en árið 1774, að bandarískur frumkvöðull og hermaður, James Harrod og 40 félagar hans frá Monogahela-sýslu námu land og stofnuðu til fyrstu varanlegu byggðar, sem var skírð Harrodsburg.  Ári síðar stofnaði Daniel Boone til byggðar, sem fékk nafnið Boonesboro.
 
Landskiptingarstefna Virginíu var hvetjandi til landnáms en fjandsamlegir indíánar gerðu hana að engu.  Árið 1774 unnu hersveitir Virginíumanna afgerandi sigur á indíánunum við Point Pleasand (nú í Vestur-Virginíu) og neyddu þá til að hörfa yfir Ohio-ána.  Sama ár komst Daniel Boone að samkomulagi við cherokee-indíánana um sölu á 6,9 miljóna hektara lands (u.þ.b. 65% af núverandi flatarmáli Kentucky) fyrir 10.000.- ensk pund.  Virginíumenn kröfðust þessa landsvæðis og aftóku að viðurkenna þessi viðskipti.  Virginíuþing samþykkti að veita fyrirtæki Boone og félaga leyfi fyrir 80.900 hekturum og staðfesti fyrri landakaup þeirra.
 
Fylkisréttindi.  Tilraunir til að fá Kentucky-svæðið viðurkennt sem eitt fylkja BNA hófust í maí 1775.  Henderson efndi til ráðstefnu í Boonesboro, þar sem 9 lagabálkar voru samþykktir fyrir stjórn þess.  Virginíuþing lýsti þessa gjörð ólöglega.  Næsta ár var gengið löglega að því að gera Kentucky að sýslu í Virginíu með Harrodsburg sem höfuðstöðvar og henni voru tryggð sæti í þinginu.  Kentucky varð sjálfstætt fylki í BNA 1. júní 1792.  Í júlí 1799 var önnur stjórnarskrá fylkisins lögleidd, þannig að hægt væri að kjósa fylkisstjóra og aðra embættismenn í almennum kosningum.  Í stríðinu við Breta 1812 tóku 7.000 hermenn frá Kentucky þátt í bardögum.  Fjórðungur hermanna Andrew Jackson í orrustunni við New Orleans voru skyttur frá Kentucky.
 
Borgara/þrælastríðið.  Fylkisstjórn reyndi að halda Kentucky hlutlausu í borgara/þrælastríðinu en lega fylkisins kom í veg fyrir það.  Fylkisstjórinn hafnaði beiðni Abrahams Lincolns um herstyrk og krafðist þess, að hersveitir Norður- og Suðurríkjanna hyrfu brott úr fylkinu, þegar þær flykktust þangað úr báðum áttum.  Norðurherinn náði fylkinu fljótlega undir sig og árið 1862 var suðurherinn horfinn á braut.  Mikilvægustu orrusturnar, sem voru háðar í fylkinu, urðu við Mill Springs, Richmond og Perryville auk innrásar Braxton Bragg hershöfðingja og fimm riddaraliðsárása Nathan Forrest hershöfðingja.  Kentucky lagði Norðurhernum 90.000 manna lið, þ.m.t. heimavarnarliðið og alla þá,sem skráðu sig en voru ekki munstraðir, og 40.000 manns til suðurhersins.  Kentucky var þrælafylki allan stríðstímann og þrælahald var ekki afnumið fyrr en en eftir 13. breytingu stjórnarskrár BNA árið 1865.
 
20. öldin.  Á árunum 1904-09 voru háðir blóðugir bardagar, sem leiddu til þess, að samtök stórra fyrirtækja urðu að afsala sér tóbakseinkasölu.  Kreppan á fjórða áratugnum neyddi marga bændur og námuverkamenn til að leita sér vinnu í borgunum.  Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar höfðu undirstöður efnahags fylkisins færzt frá landbúnaði til iðnaðar og síðla á áttunda áratugnum var Kentucky orði fremst í kolaframleiðslu innan BNA.
 
 Deilurnar í tengslum við niðurstöðu hæstaréttar BNA í þrælamálinu, sem áttu að taka fyrir allan kynþáttaaðskilnað í ríkisskólum, náðu varla til Kentucky, þar eð íbúarnir voru að mestu hliðhollir sameiningunni.
 
Ferðaþjónusta er blómstrandi atvinnugrein í Kentucky, m.a. vegna ægifagurs landslags og fylkið býr við mikinn mannauð, auðæfi í jörðu og velrekinn landbúnað.  Síðustu tvo áratugi 20. aldar fékkst stórn fylkisins við að reyna að skipuleggja yfirborðsnámur, þannig að vel færi og leitaði leiða til að fjölga atvinnutækifærum og bæta félagslega þjónustu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM