Coeur d'Alene Idaho Bandaríkin,


COEUR d’ALENE
IDAHO

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Coeur d'Alene er miðstöð timburframleiðslu og ferðamannastaður í grennd við Idaho Panhandle þjóðarskógana.  Borgin óx upp í kringum Sherman-virkið, sem var byggt árið 1878 til að vernda starfsmennt járnbrautanna og loftskeytamenn, gæta landamæranna að Kanada og halda indíánum í skefjum.  Borgin óx snemma sem miðstöð silfurnámuhéraðs og var vettvangur biturra deilna milli námueigenda og félagsbundinna námuverkamanna árin 1892 og 1899.  Verkamenn efndu til verkfalla til að knýja fram sanngjarnan vinnutíma og laun.  Herjum fylkisins og alríkisstjórnarinnar var beitt gegn þeim og 1200 þeirra voru hnepptir í fangabúðir í sex mánuði.  Margir dóu í fangelsinu og margar fjölskyldur þeirra sultu heilu hungri.  Einungis 12 þessara manna voru síðan ákærðir.  Nafn borgarinnar var dregið af heiti indíána, sem franskir kaupmenn gáfu þetta nafn.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 25 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM