Eldfjallaþjóðgarðurinn
á suðurhluta Hawaii-eyjar, 927,4 km² að flatarmáli, var stofnaður
árið 1916. Innan hans eru
tvö virk eldfjöll, Mauna Loa og Kilauea.
Hið fyrrnefnda er stærsta staka eldfjall í heimi (4169m.y.s).
Barmar toppgígsins, Mokuaweoweo eru allt að 180 m háir og í
honum eru sprungugos algeng og einnig í hlíðum hans, þar sem nýir gígar
myndast stöðugt í eldgosum. Kilauea
stendur upp úr austurhlíð þessa stóra eldfjalls (1111m).
Austursprunga þessa gígs hefur gosið óslitið síðan 1983
(2002). Þessi gígur nær
yfir u.þ.b. 10 km² svæði og telst vera hinn stærsti í heimi.
Hið stóra jarðfall hans, Halemaumau, er stundum kallað Hús
hins eilífa elds. Hið fjölbreytta
landslag þessa þjóðgarðs nær yfir Kau-eyðimörkina í hlíðunum
hlémegin gígsins en áveðurs, þar sem úrkoma er næg, vex burknaskógur.
Eldfjallastöðin á barmi gígsins var stofnuð 1911.
Þessi þjóðgarður var tengdur Haleakala þjóðgarðinum á
Maui-eyju til 1961 undir nafninu Þjóðgarður Hawaii. |