Perluhöfn
og síðari heimsstyrjöldin. Perluhöfn á O‘ahu
varð umráðasvæði
sambandsstjórnarinnar sem vistastöð og slippur fyrir bandarísk skip
samkvæmt ákvæðum samningsins frá 1887.
Árið 1908, þegar farið var að efla her-flotann, hófst
bygging stórrar stöðvar fyrir hann þar.
Herstjórnin lét samtímis byggja Schofield-braggana og bæði
landherinn og flotinn juku umsvif sín á staðnum.
Hinn
7. desember 1941 gerðu Japanar loftárásir á Perluhöfn.
Honolulu var eina borgin í BNA, sem varð fyrir árásum í síðari
heimsstyrjöldinni. Óttast
var um innrás og landherinn lýsti yfir herlögum í ríkinu (síðar dæmd
ólögleg aðgerð í hæstarétti BNA).
Lýðræðislegri stjórn var ekki komið aftur á fyrr en í
oktober 1944. Búseta rúmlega
150.000 manns af japönskum uppruna olli miklum taugatitringi.
Þeir/þær, sem voru grunaðir/grunaðar um forystuhlutverk meðal
þess, voru lokuð inni í fangelsum, en allur fjöldinn vann við friðsamleg
verkefni á plantekrunum og við bygg-ingarstörf.
Herdeildir í Bandaríkjaher, skipaðar Japönum, gátu sér góðan
orðstír í bardögum á Ítalíu í styrjöldinni. |