Mauna Kea Hawaii Bandaríkin,
Flag of United States


MAUNA KEA
HAWAII

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Mauna Kea (Hvítafjall) er óvirkt eldfjall á norðurhluta Hawaii-eyjar og hæsta fjall eyjaklasans.  Efri hlíðar þess eru oftast snævi þaktar á veturna.  Hæð þess frá sjávarbotni að sjávarmáli er u.þ.b. 5486 m og þaðan rís það 4205 m yfir sjávarmál, þannig að það er stærsta, staka fjall í heimi, sé öll hæð þess og umfang tekið í reikninginn (9754m).  Afskekkt lega þess, hreint og tært loft og hæð þess gera það mjög vel fallið til stjörnuathugana.  Mauna Kea-athugunarstöðvarnar eru margar búnar beztu og stærstu stjörnusjónaukum heims.Aðalstjörnuathugunarstöðin, Mauna Kea Observatory, er á efsta tindi fjallsins, þar sem sáralitlar truflanir stafa af rafljósum.  Stöðin var tekin í notkun árið 1967 í tengslum við Hawaii-háskóla og nýtur fjárhagslegs stuðninga margra alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana.  Hinn 3,58 m innrauði sjónspegill eins sjónaukanna var settur upp fyrir fé frá Frakklandi, Kanada og BNA.  Annar sjónauki með 3,8 m sjónspegli naut fjárstyrkja frá Bretlandi og BNA.  Enn einn sjónauki með 15 m sjónspegli (200 innrauðir speglar) var tekinn í notkun 1987 og kostaður af Hollendingum og Bretum.  Þarna er líka sjónauki með 3 m innrauðum sjónspegli frá 1990 og sjónauki með 2,24 m innrauðum sjónspegli.  Í Keck-athugunarstöðinni (1990) er stærsti stjörnusjónauki heims með 9,82 m aðalspegli í 36 sexhyrndum hlutum.  Japanski Subaru-sjónaukinn, 8,2 m í þvermál, var tekinn í notkun 1999.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM