Maui Hawaii Bandaríkin,
Flag of United States


MAUI
HAWAII

.

.

Utanríkisrnt.

Maui er eyja í Hawaii-eyjakeðjunni miðri, milli Molokai og Hawaii, stundum kölluð Daley.  Hún er næststærsta eyjan og skiptist í tvo ávala skaga, Austur-Maui og Vestur-Maui.  Heildarflatarmálið er 1884 ferkílómetrar.  Austurhlutinn rís hæst í 3055 m hæð yfir sjó á tindi hinnar óvirku elddyngju Haleakala.  Ummál rúmlega 925 m djúps gígs hennar er u.þ.b. 32 km.  Vesturhlutinn rís hæst 1.764 m og skartar fjölda egghvassra tinda og hryggja og stórum aflíðandi hlíðum til norðurs og suðurs.  Efnahagurinn byggist aðallega á ræktun ananas og sykurreirs auk ferðaþjónustu, byggingastarfsemi og vísindarannsóknum.  Aðalbærinn á eyjunni er Wailuku.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 100.400.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM