Kauai er eyja í norðvestanverðri Hawaii-eyjakeðjunni,
norðvestan Oahu. Milli þessara eyja er Kaui-sund og sundið
milli Kauai og Niihau er Kaulakahi-sund. Kauai er fjórða
stærsta eyjan og er stundum kölluð Garðey. Hún myndaðist
við eldgos og er þakin eldfjöllum og gígum. Hæsti tindurinn
er Kawaikini (1.599m). Heildarflatarmál eyjarinnar er 1431
ferkílómetrar. Jarðvegurinn, einkum norðantil á eyjunni, er
frjósamur og talsvert er ræktað af sykurreyr og
hitabeltisávöxtum. Eyjan er sundurskorin af giljum og
gljúfrum. Stærsta gljúfrið er Waimea, tæplega 16 km langt
og rúmlega 800 m djúpt. Aðalbyggðirnar eru Lihue og Kapaa.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 50.900. |