Hawaii eyja Bandaríkin,
Flag of United States


HAWAII EYJA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hawaii-eyja er suðaustanverðust eyjanna í eyjaklasanum og stærst þeirra.  Milli hennar og Maui og Kahoolawe er Alenuihaha-sund.  Hún er nokkurn veginn þríhyrningslöguð með 428 km langri strandlengju, 10.443 km² að flatarmáli.  Líkt og aðrar eyjar þessa klasa hlóðst hún upp í eldgosum og er mjög fjalllend.  Mest áberandi eru nokkur eldfjöll tengd hraunhryggjum, sem eru 915-2135 m há yfir sjávarmáli.  Hæst þeirra er Mauna Kea (4205m), sem er talið óvirkt eldfjall.  Tindur fjallsins er afbragðsstaður til stjörnuathugana og margar athuganastöðvarnar eru búnar einhverjum beztu og öflugustu stjörnusjónaukum heims (Keck-sjónaukinn er 10 m í þvermál).  Sunnan Mauna Kea er Mauna Loa (4169m), sem er talið stærsta staka fjall heims frá rótum þess á hafsbotni.

Kilauea, sem stendur upp úr hlíðum Mauna Loa, gýs oft.  Núverandi (2002) goshrina fjallsins hófst árið 1983 og er orðin hin lengsta í sögu Hawaii.  Smáskjálftar eru algengir á Hawaii og risaflóðbylgjur (tsunami) ollu gífurlegju tjóni árið 1946 og 1960.  Eyjan er mjög fögur og loftslagið er þægilegt.  Þar er auðvelt að komast leiðar sinnar og gistimöguleikar eru margir.  Sykurreyr, kaffi, og ananas eru aðalafurðir landbúnaðarins.  Rannsóknir á sviði orkumála, haffræði og stjörnuathugana eru mikilvægar efnahagi eyjarinnar.  Hilo er stjórnsýslumiðstöð eyjarinnar, stærsta borgin og aðalhafnarborgin.  Áætlaður íbúafjöldi eyjarinnar árið 1990 var rúmlega 120 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM