Í
Hawaiieyjaklasanum eru 8 aðaleyjar:
Hawaii, Maui, Oahu, Kauai, Molokai, Lanai, Hiihau og Kahoolawe.
Hawaii er líka kölluð „Stóra eyjan” (4.034 km²).
Fimm eldfjöll prýða hana.
Hin þrjú stærstu eru Mauna Kea (4.205 m), Mauna Loa (4.169 m)
og Hualalai ( 2.521 m). Kilauea
er stærsta virka eldfjall heims.
Hlíðar þess og Mauna Loa liggja saman.
Afleiðingar eldgosahrinu, sem hófst 1983, hafa verið mikið
eignatjón, þegar hraunelfurnar hafa eyðilagt heilu byggðirnar.
Strandlengja eyjarinnar er að mestu ójöfn og inn til landsins
eru hraunbreiður, dalir og gilskorningar.
Maui er þekkt undir nafninu „Dalaeyjan” (1.888 km²).
Þar eru tvö fjalllendi á austur- og vesturhlutunum, sem eru
tengdir með eiði. Hæsti
tindurinn er Haleakala (3.055 m) með stærsta eldgíg útkulnaðs
eldfjalls í heiminum (52 km²).
Oahu er stundum kölluð „Höfuðborgareyjan”, því að Honululu
er þar. Eyjan er 1.538 km².
Hún er mynduð af tveimur fjallshryggjum, Koolau og Waianae.
Þar eru engin virk eldfjöll en fjöldi óvirkra eldgíga, s.s.
Diamond Head, Koko Head og Punchbowl.
Kauai
er
almennt nefnd „Garðaeyjan” (1.422 km²).
Þar er einn fjallgarður með hæsta tindinum Kawaikini (1.598
m). Waimeagljúfur er nærri
910 m djúpt. Á Kauai eru
frjósamir dalir, djúpar gjár, margir hellar, hraundrangar og fossar.
Molokai er vel þekkt undir nafninu „Vingjarnlega eyjan”, vegna viðmóts
íbúanna. Eyjan er 676 km².
Þar eru þrjú eldfjöll. Hæsti
tindur eyjarinnar er Kamakou (1.512 m).
Á norðurhluta eyjarinnar er 150-990 m hátt þverhnípi með djúpum
giljum og dölum, þar,sem hæst ber.
Við norðurvegg þessa þverhnípis er Kalaupapaskaginn, aðskilinn
frá öðrum hlutum eyjarinnar. Þar
er holdsveikrahælið Hansen's Disease Treatment Center.
Lanai
er
nefnd „Ananaseyjan” vegna þess að hún er að mestu í eigu
ananasfyrirtækis, sem veitir flestum íbúunum vinnu.
Eyjan ere 363 km². Eyjan
er raunverulega eitt fjall. Hæsti
tindurinn er Lanaihale (1.027 m). Suðurströndin
er klettótt.
Niihau
er
181 km². Miðausturhlutinn
396 m há slétta, sem endar í þverhníptu klettabelti við sjóinn.
Mestur hluti eyjunnar er þurrt kóralláglendi. Allir íbúarnir eru annaðhvort hreinræktaðir Hawaiijar eða
blandaðir og ferðaþjónusta er bönnuð.
Kahoolawe er stundum kölluð „Skotmarkseyja” vegna þess, að sjóherinn
nota hana til skotæfinga. Hún
er minnst aðaleyjanna, 117 km², og er óbyggð.
Hún er einn fjallstindur, sem rís úr hafi.
Hæsti tindurinn er PuuMoaulanui
(452 m). Innfæddir Havæjar
líta á hana sem heilaga og þar eru margir forngripir frá forsögulegum
tímum.
Óbyggðar
klettasmáeyjar og kóralrif: Kaula,
Nihoa, Necker, Gardner drangar, Lisianski og Pearl- og Hermesrifin.
Fólk tók sér búsetu á fjórum áður óbyggðum eyjum í norðvestanverðum
eyjaklasanum 1980. Helztu
Frönsku freigátuskerin eru: Laysaneyja, Kure-rifið og Midwayeyjar
(ekki hluti af ríkinu). Þar
er líka La Perouse-drangurinn. |