Georgia stjórnsýsla Bandaríkin,


GEORGIA
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Stjórnsýslunni í Georgíu er hagað í samræmi við stjórnarskrána, sem var lögleidd 1982.  Fylkisstjóri er æðsti embættismaðurinn.  Hann er kosinn í almennum kosningum til fjögurra ára í senn og má þjóna í tvö kjörtímabil í röð, gefist tækifæri til.  Sömu reglur gilda um varafylkisstjórann.  Aðrir embættismenn, sem eru háðir almennurm kosningum til 4 ára, eru innanríkisráðherra, ríkissaksóknari, landbúnaðarráðherra, vinnumálaráðherra, tryggingamálaráðherra, sem annast einnig eftirlit með fjársýslu fylkisins, og umsjónarmaður skólakerfisins.  Þingið starfar í öldungadeild (56) og fulltrúadeild (180).  Þingmenn beggja deilda eru kjörnir til tveggja ára í senn. Georgía á tvö sæti í öldungadeild sambandsþingsins í Washington DC og hefur 13 kjörmenn í forsetakosningum.

Demókrataflokkurinn hefur lengst af átt eitt af höfuðvígjum sínum í Georgíu.  Árið 1964 studdu kjörmenn fylkisins engu að síður lýðveldissinna í forsetaembættið (George C. Wallace).  Jimmy Carter, sem var fylkisstjóri í Georgíu kjörtímabilið 1971-75, bauð sig fram til forseta BNA og sigraði 1976.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM