Savannah Georgia Bandaríkin,


SAVANNAH
GEORGIA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Savannah er borg í Georgíufylki við ósa samnefndrar ár við Atlantshafið.  Hún er meðal helztu hafnarborga suðausturhluta BNA og miðstöð vegakerfis og járnbrauta.  Þarna eru skipasmíðastöðvar og járnbrautarverkstæði auk framleiðslu pappírsvöru, flugvéla, samgöngutækja, efnavöru og matvæla.  Ferðaþjónustunni vex stöðugt fiskur um hrygg.  Borgin er meðal fegurstu borga Suðurríkjanna og státar af fallegum görðum og torgum og sögulegu hverfi.  Þarna er fæðingarstaður Juliette Low, stofnanda Kvenskátasamtaka BNA, Ríkisháskólinn (1890), Armstrong ríkisháskólinn (1935) og lista- og hönnunarháskólinn (1978).

Savannah er elzta byggðin í Georgíufylki.  Stofnandi hennar var James Oglethorpe (1733), sem skipulagði hana frá grunni og gerði hana þar með að einhverri fyrstu skipulögðu borg BNA.  Hann einbeitti sér að því, að hvert hús ætti garða að einu hinna stóru torga borgarinnar, sem voru gerð að nokkurs konar hitabeltisgörðum.  Hafnaraðstaðan varð brátt mikilvæg og Savannah varð höfuðborg fylkisins á árunum 1754-86.  Eli Whitney fann upp baðmullarginið árið 1793 og brátt varð baðmullarræktin mikilvægari en hrísgrjónarækt.  Allt fram til ársins 1895 réðst verð baðmullar á heimsmarkaði af verði baðmullarinnar í Savannah.  Árið 1819 sigldi fyrsta gufuskipið, Savannah, yfir Atlantahafið frá borginni.  Hún var miðstöð skipasmíða í báðum heimsstyrjöldunum.  Líklega var Sawana-fólkið nafngjafi borgarinnar en margir velta fyrir sér öðrum möguleika, orðinu Shawnee, sem er annað nafn Savannah-árinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 138 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM