Macon er mikilvæg miðstöð
heilbrigðisþjónustu, flutninga, viðskipta og iðnaðar í Georgíufylki.
Þar eru m.a. framleiddir rennilásar, tóbaksvörur, prentað
efni og hlutir til geimferða. Þarna
er herstöð flughersins, Robins, sem er mikilvæg fyrir efnahag
borgarinnar, tveir háskólar, Mercer (1833) og Vesleyan (1836).
Indíánahaugarnir Ocmulgee þjóðarminnismerkið eru í
grenndinni og annar áhugaverður staður er endurbyggt Hawkins-virkið
(1806). Nafngjafi
borgarinnar var Nathaniel Macon, öldungardeildarþingmaður 1791-1828.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 106 þúsund. |