Georgia íbúarnir Bandaríkin,


GEORGIA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntalinu 1990 voru íbúarnir 6.478.216 og hafð fjölgað um 18,6% næstliðinn áratug.  Íbúafjöldi á hvern ferkílómetra var 42.  Hvítir voru 71% og svartir 27% auk 15.275 Kóreumanna, 13.926 asísk/indverskra, 12.926 indíána og 12.657 kínverja.  Í kringum 109.000 manns voru af spænskum uppruna.

Menntun og menning.  Á nýlendutímaum var börnum kennt í einnar kennslustofu skólum eða í kirkjuskólum úti á landsbyggðinni.  Ríkisreknir barnaskólar voru opnaðir 1872 og framhaldsskólar 1912.  Síðast á níunda áratugi síðustu aldar voru grunnskólar 1.732 með u.þ.b. 1.127.000 nemendur.  Einkaskóla sóttu 82.800 nemendur.

Samtímis voru 95 æðri menntastofnanir í fylkinu með 239.200 stúdentum.  Meðal þeirra er Georgíuháskóli í Aþenu og Emory-háskólinn, Tækniháskóli Georgíu og Ríkisháskóli Georgíu, einnig í Aþenu.

Almenningsbókasöfn eru vítt og breitt um fylkið, s.s. í Atlanta, Columbus, Macon og Savannah.  Í Carter forsetamiðstöðinni í Atlanta eru ýmsir pappírar og skjöl forsetans varðveitt.

Meðal áhugaverðra safna má nefna Telfair Academy of Arts and Sciences í Savannah, Atlantasafnið og Hálistasafnið í Atlanta og Listasafn Georgíu í Aþenu.

Það er aragrúi sögustaða og þjóðarminnismerkja í Georgíu.  Rústir fornra indíánahauga og þorpa er m.a. finna í Ocmulgee National Monument í grennd við Macon og Fort Frederica National Monument á St Simons-eyju.  Þar er einnig virki, sem Bretar byggðu á 18. öld.  Vígvellir borgara/þrælastríðsins eru m.a. í Chickamauga- og Chattanooga National Military Park í norðvesturhorni fylkisins og í Kennesaw Mountain National Battlefield Park í grennd við Marietta.  Í andersonville National Historic Site eru fangabúðir stríðsfanga og í Fort Pulaski National Monument á Tybee-eyju er virki, sem sambandsherinn réðist á árið 1862.  Litla hvíta húsið hans Franklin D. Roosevelt ser í Warm Springs.

Íþróttir og afþreying.  Þekktustu íþróttaviðburðir fylkisins eru golfkeppnin í Augusta, sem er haldin árlega í apríl.  Útivistarafþreying byggist á sundi, stangveiði, dýraveiðum, göngum og golfi.  Á Cumberland Island National Seashore eru ósnortnar strendur, sandöldur og mýrlendi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM