Columbus Georgia Bandaríkin,


COLUMBUS
GEORGIA

.

.

Utanríkisrnt.

Columbus miðstöð flutninga, viðskipta, menningar og iðnaðar í Georgíufylki.  Þar eru margar verksmiðjur, sem framleiða matvæli, vefnaðarvörur og málmvörur.  Raforkuna til vinnslunnar fá þær frá orkuverum við Chattahoochee-ána.  Í borginni er Fort Benning, sem er þjálfunarstöð fyrir fótgönguliða og Columbus-háskólinn (1958).  Fyrsta byggðin reis á þessum slóðum árið 1828 og var nefnd eftir Kristófer Kólumbusi.  Árið 1836 voru Creek-indíánar fluttir nauðugir af svæðinu.  Tveimur árum síðar voru fyrstu vefnaðarverksmiðjurnar teknar í notkun við fossana í ánni.  Íbúarnir þróuðu smám saman járn- og stálvinnslu í borginni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 180 þúsund.



 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM