Albany Georgia Bandaríkin,


ALBANY
GEORGIA

.

.

Utanríkisrnt.

Albany er borg í Georgia.  Þar bjuggu upphaflega Creek-indíánar.  Borgin er mikilvæg miðstöð samgangna, iðnaðar og þjónustu fyrir landbúnaðarhéraðið umhverfis, þar sem mikið er ræktað af pekan- og jarðhnetum, baðmull, maís, tóbaki og kvikfé.  Þarna eru stórar vefnaðar-, kjöt- og sælgætisverksmiðjur.  Borgin var nefnd eftir Albany í New York-fylki og var mikilvæg markaðsborg þar til skordýraplága (Anthonomus grandis) olli miklum usla í baðmullarræktinni snemma á 20. öldinni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 78 þúsund.





 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM