Akstur:
Alþjóðaökuskírteini
og áritun í vegabréf í eitt ár (merki lands þess, sem bíllinn
kemur frá). Alþjóðatryggingarskírteini
(grænt) gildir ekki. Kaupa
þarf sérstaka skammtímatryggingu í BNA, Liability Insurance'(ca
$90.-), Collision Insurance (ca $ 135.- - 270.-).
Bezt er að kaupa tryggingu hjá AIV, 70 Pine street, New York,
útibú í mörgum borgum.
Tollur. Bannað að flytja inn kjöt án vottorðs, grænmeti, ávexti
o.fl. fæðutegundir.
Rafmagn:
110-115 v. Stilla raftæki. Fá
millistykki.
UMGENGNISVENJUR
OG SIÐIR
Kveðjur
eru óformlegri en í Evrópu og gagnkvæm fjarlægð meiri.
Handaband aðeins notað við formleg tækifæri, s.s. milli vina
og kunningja. Konu er ekki
heilsað með handabandi.
Ekki
er rætt um starf, laun og eignir eða annað persónulegt.
Ávarpað með fornafni án tillits til titla eða aldurs.
Við
heimsóknir koma gestir alltaf með smágjöf.
Matast
er með annarri hendi, en útlendingar þurfa ekki að hlíta þeirri
reglu.
Hrósi
er svarað með Thanks, en daginn eftir er svarað skriflega (tilbúin
kort).
Til
er félagið Americans at home, sem býður gestum í margra tíma heimsókn
á heimili.
Klúbbar
eru mikilvægir í samskipta- og samkomusiðum (einkum sérhópar).
Reykingar
eru bannaðar á opinberum stöðum eða takmarkaðar við ákveðna staði.
Bannað að reykja í flugvélum.
Víðast
er loftkæling, þannig að sumum finnst of kalt.
Þá verður að haga klæðaburði í samræmi við það.
Klósett
eru kölluð Washroom, Lavatory, Lounge, Restroom, Comfort station,
Ladies room, Powder room o.fl. nöfnum.
Öllum er velkomið að nota klósett á hótelum, benzínstöðvum
og stórverzlunum, þótt fólk sé hvorki gestir né viðskiptavinir.
Skóburstun.
Ekki skilja skó eftir fyrir framan herbergisdyr hótela.
Þá hverfa þeir alveg. Nota
vélar í hótelum eða skóburstara á götum úti.
Læknisþjónusta
er dýr og verður að greiða í reiðufé, ferðatékkum eða með
viðurkenndum krítarkortum. Því
er gott að vera með gilda sjúkratryggingu til að fá endurgreiðslu.
Meðul fást í apótekum, en aðeins gegn lyfseðli frá
innlendum lækni (drugstore). Því
er gott að vera með nægar birgðir af nauðsynlegum lyfjum að
heiman.
Vegabréf og önnur ferðaskilríki
ALLIR farþegar sem ferðast til
Bandaríkjanna verða að hafa með sér gilt vegabréf, eða annað gilt
skírteini sem bandarísk yfirvöld viðurkenna sem ferðaskilríki.
Það er á ábyrgð farþegans að afla sér
upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem
hann/hún þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til.
Upplýsingar um áritanir til Bandaríkjanna fást í sendiráðum þeirra.
Það getur tekið nokkurn tíma að fá umsóknir um áritanir afgreiddar
(stundum í vikum talið).
ESTA-heimild fyrir farþega frá VWP
löndum
ALLIR farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna skv. undanþágum frá
vegabréfsáritun (VWP) verða að hafa svokallaða ESTA ferðaheimild. ESTA
stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization og á
einvörðungu við VWP farþega.
|