Tallahassee, höfuðborg Flórída,
er stjórnsetur fylkisins, miðstöð menntunar og viðskipta fyrir frjósamt
tóbaksræktarhéraðs umhverfis hana.
Þar er einning ræktuð baðmull og nautgriptir. Talsvert er
framleitt af timbri, unninni matvöru, byggingarefni, prentuðu efni og
byssupúðri. Meðal áhugaverðra
staða eru gamla þinghúsið (1845), bústaður landstjórans (1957),
Lemoyne listasafnið og Sögusafn Flórída.
Borgin er setur landbúnaðar- og tækniháskóla (1887) og
Fylkisháskólans (1851).
Spænski landkönnuðurinn
Hernando de Soto kom á þessar slóðir veturinn 1539-40 og fann þar
þorp hins horfna Apalache-fólks.
Nærri öld síðar stofnuðu Fransiskanar trúboðsstöð á svæðinu.
Árið 1675 voru nokkrar slíkar stöðvar risnar og hin mikilvægasta
var San Luis de Talimali. Eftir
að BNA innlimuðu Flórída opinberlega 1821, var Tallahassee valin sem
höfuðborg. Fyrstu
landnemarnir komu þangað 1824 og þingið kom þar fyrst saman seinna
sama ár. Nafnið er úr máli
Creek-indíána og þýðir gamla borg.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 125 þúsund. |