Núverandi stjórnarskrá Flórída var lögleiddd í janúar 1969.
Æðsti embættismaðurinn er fylkisstjóri, sem er kosinn í
almennum kosningum til fjögurra ára í senn og má þjóna í tvö
samfelld kjörtímabil, ef hann hlýtur endurkosningu.
Varafylkisstjóri er bundinn sömu reglum. Stjórn fylkisins
skipa innanríkisráðherra, ríkissaksóknari,
ríkisendurskoðandi, fjármálaráðherra, landbúnaðarráðherra og
menntamálaráðherra. Hún er kosin í almennum kosningum til
fjögurra ára. Löggjafarþingið skiptist í tvær deildir,
öldungadeild (40, kosnir til 4 ára) og fulltrúadeild (120,
kosnir til 2 ára). Þingmenn beggja deilda kjósa forseta
öldungadeildar. Fylkisstjóri getur kallað þingið saman.
Tveir öldungardeildarþingmenn og 23 fulltrúadeildarþingmenn
eru kosnir í almennum kosningum til setu í sambandsþingi BNA
og fylkið hefur 25 kjörmenn í forsetakosningum.
Allt frá árinu 1877 hafa langfestir fylkisstjórar verið
demókratar. Á tímabilinu 1880-1948 kaus meirhluti íbúanna
frambjóðendur demókrata til forsetaembættisins nema árið
1928. Eftir miðja síðustu öld fór lýðveldissinnum að vaxa
fiskur um hrygg í fylkinu.
Árið 2000 urðu mikil mistök í forsetakosningunum milli
George W. Bush og Al Gore. Úreltar kosningavélar
skiluðu ótrúlegum fjölda ógildra atkvæða, þannig að
illkleift var að gera upp á milli frambjóðenda. Þetta
klúður varð líklega til þess, að fyrrnefndi frambjóðandinn,
bróðir þáverandi fylkisstjóra í Flórída, varð forseti BNA.
Hann náði endurkjöri 2004. |