St Petersburg tengist
Tampa með brúm og hraðbraut um keðju smáeyja í Mexíkóflóa.
Þessi borg er mikill ferðamannastaður og iðnaðarborg (elektrónísk
tæki, geimferðatækni, bátar og sjávarafurðir).
Þarna eru Eckerd-háskólinn (1958), Stetson-lögfræðiskólinn
(1901) og Suður-Flórídaháskólinn Bayboro Campus (1956).
Í Salvador Dali-safninu er varðveitt stærsta safn verka þessa
kunna málara. Listasafn Flórída og Flórída Suncoad Dome-safnið eru í
borginni. Borgarstæðið var fyrst byggt árið 1834 og fyrsta borgarskipulagið leit dagsins ljós
1884. Bærinn dafnaði sem
sumardvalarstaður eftir að járnbrautin var lögð þangað á níunda
áratugi 19. aldar. Brautin
var nefnd eftir Pétursborg í Rússlandi.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 140 þúsund. |