Jacksonville er hagsælasta
borgin í fylkinu. Þar er
stór hafskipahöfn og miðstöð viðskipta, iðanaðar, fjármála,
menningar og menntunar í norðurhluta fylkisins og Suðuraustur-Georgíu.
Meðal þess, sem er framleitt í borginni og nánasta umhverfil,
eru timbur, pappír, efnavörur, matvara og vindlar.
Ferðaþjónustan er á uppleið og sjóherinn á stóra herstöð
í næsta nágrenni. Þarna
eru Jacksonville-háskólinn (1934), Norður-Flórídaháskólinn
(1965), Edward Waters-háskólinn (1866) og Jones-háskólinn (1918). Meðal menningarstofnana má nefna Sögu- og vísindasafnið,
Coliseum, Wolfsone-garðinn og Gator Bowl og á íþróttasviðinu er
borgin þekkt fyrir ruðingsboltaleiki háskólanna.
Jacksonville er heimaborg Jagúaranna, sem er atvinnumannalið í
ruðningsbolta.
Franskir húgenottar
stofnuðu til fyrstu byggðar hvítra manna á borgarstæðinu árið
1564. Karólínuvirkið, sem þeir byggðu á hæð fyrir ofan byggðina
og Jackson-ána, var eyðilagt árið 1565, þegar spænskar hersveitir
frá St Augustine réðust á bæinn.
Englendingar náðu honum undir sig seint á 18. öld.
Borgarstæðið var byggt á ný 1816 og árið 1822 var byggðin
skipulögð og nefnd eftir Andrew Jackson, sem varð fyrsti landstjóri
Flórída og síðar forseti BNA. Þarna
varð síðan mikilvæg miðstöð útflutnings timburs, baðmullar og sítrusávaxta.
Borgin var sameinuð mestum hluta Duval-sýslu árið 1968 og varð
þar með ein af stærstu borgum BNA (2003 km²).
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 673 þúsund. |