Flórída íbúarnir Bandaríkin,
Flag of United States


FLÓRÍDA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Manntal.  Samkvćmt manntalinu áriđ 1990 voru íbúar Flórída 12.937.926 og hafđi fjölgađ um 32,7% áratuginn á undan.  Fylkiđ var ţví í flokki ţeirra fylkja, sem státuđu a mestum vexti.  Međalfjöldi íbúa á hvern ferkílómetra var u.ţ.b. 76.  Hvítir 83,1% og negrar 13,6% auk 35.461 indíána, 31.457 asíumanna, 31.945 frá Filipseyjum, 30.737 kínverja, 16.346 Víetnama, 12.404 frá Kóreu og 9.505 Japana.  Nálćgt 12,2% íbúanna voru af spćnsku bergi brotin.

Ţjóđflokkar.  Atkvćđamikill ţjóđflokkur indíána, seminólar, býr á fimm verndarsvćđum í fylkinu og ađfluttir Kúbverjar láta til sín taka í borgum, einkum Miami og Tampa.  Tarpon Springs var ađalmiđstöđ afkomenda grískra innflytjenda.  Hlutfall 60 ára íbúa og eldri er hćrra en í nokkru öđru fylki BNA.  Skýringin á ţessu er einkum sú, ađ margir eftirlaunaţegar fluttust og flytjast til Flórída frá öđrum hlutum BNA til ađ njóta elliáranna í ţćgilegu loftslagi.

Menntun og menning.  Menntakerfiđ í fylkinu var byggt upp í anda stjórnarskrárinnar frá 1868.  Síđla á níunda áratugi 20. aldar voru 2.505 grunnskólar í Flórída međ 1.781.200 nemendur.  Innan skólakerfisins eru einnig ríkisskólar fyrir daufdumba (St Augustine) og rúmlega 30 iđnskólar.  Nemendafjöldi einkarekinna grunnskóla var 193.200 á sama tíma.
Ţá voru 95 háskólar og ćđri menntastofnanir starfrćktar međ 579.700 stúdentum.  Međal helztu háskóla fylkisins eru Flóridaháskóli, Bethune-Cookman (1904) í Daytona Beach, Florida Atlantic-háskólinn (1961) í Boca Raton, Jacksonville-háskóli (1934) og Landbúnađarháskóli Flórída (1925) í Coral Gables.

Menningarlífiđ er fjörugast í borgunum, einkum Miami, Tampa og St Petersburg, Orlando, Sarasota og Jacksonville.  Međal helztu safna er Náttúrugripasafn Flórída í Gainesville.  Verđmćtt og athyglisvert safn evrópskra og bandarískra málverka er í Sarasota (John & Mable Ringling Museum of Art).

Íţróttir og afţreying.  Loftslag fylkisins lađar ađ miljónir ferđamanna á hverju ári.  Fjöldi stöđuvatna, langar bađstrendur, vatna- og sjóstangaveiđar, vatnaíţróttir, köfun o.ţ.h. er mörgum góđ afţreying.  Orange Bowl leikvangurinn er kunnur fyrir ruđningsboltakeppnir eftir ađalkeppnistímann.  Daytona kappaskturinn fer fram í Daytona Beach í febrúar ár hvert.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM