Everglades Flórída Bandaríkin,
Flag of United States


EVERGLADES
FLÓRÍDA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Everglades er stór þjóðgarður í Flórída í 0-3 m hæð yfir sjó.  Pa-hay-okee á indíánamáli þýðir Grasá.  Syðsti hluti upprunalegs fenjasvæðis þakti þriðjung fylkisins.  Norðurhlutinn var þurrkaður og breytt í frjósamt ræktarland, þar sem einkum er tæktað grænmeti.  Svæðið er erfitt yfirferðar og er vaxið suðrænum gróðri, að hluta hitabeltisgróðri, og dýralífið er af sama stofni.  Seminole-indíánarnir bjuggu í S.-FL.  Þeim fækkaði og hinir síðustu voru fluttir á verndarsvæði í Oklohoma eftir stríðin 1835-42.  Nú búa fáar fjölskyldur á hinu eiginlega fenjasvæði.  Stærri indíánabyggðir eru meðfram Tamiami Trail og á þremum verndarsvæðum norðar þjóðgarðsins.  Á strandsvæðum fenjanna vaxa fenjaskógar.  Þar eru steppur vaxnar grasi, sem þolir salt.  Innar eru merskilönd (flæðilönd) með einangruðum hæðum, þar sem bústaði er helzt að finna og harðviðartré.  Vestan aðalinngangs þjóðgarðsins er gisinn skópur, m.a. há furutré.  Stórar mýrar, vaxnar kýprustrjám, eru einkum á milli þjóðgarðsins og Okeechobee-vatns (stærst í Flórída; 1,812 km² og dýpst 3,7 m).  Sjór og vötn Everglades eru ekki heppileg til baða vegna krókódíla, eitraðra vatnaslangna, hákarla og barrakúda.

Dýralífið er fjölbreytt.  Nokkrar sjaldgæfar tegundir:  Púmur (ljósgrá með svört eyru), gaupur, þvottabirnir, pokarottur (opossum; eina pokadýr BNA), sækýr (manati; styggar; allt að 3,7 m langar; í víkum við Mexíkóflóann), flamingóar, íbis, pelikanar (svartir og hvítir), skeiðhegrar (rósrauðir), skallaernir, silfurhegrar, freigátufuglar, krókódílar, alligatorar, skröltormar, indígóslöngur (hinar stærstu í Everglades; allt að 2,4 m langar), mokkasínuslöngur, ýmsar vatnaskjaldbökur, uxafroskar og armpöddur.  U.þ.b. 1000 tegundir fiska synda um í þjóðgarðinum auk óteljandi skeldýra og hryggleysingja.

Flamingo Road, 62 km, liggur í gegnum suðvestanverðan garðinn.  Hann hefst við Royal Palm Area við aðalinnganginn og kvíslast í ýmsar áttir til staða, þar sem ýmislegt athyglisvert er að sjá, og endar í Flamingo Area á Sablehöfða við Flórídaflóa.  Þar er gestahús, safn, mótel, beitingahús, bátahöfn með bátaleigu og bátsferðum.  Norðantil, utan þjóðgarðsins, liggur Tamiami Trail (US 41) í austur-vestur stefnu frá Miami til Everglades City.  Á þeirri leið eru margar seminóla-byggðir (indíánalist).  U.þ.b. miðleiðis er vegur suður til Shark Valley, þar sem boðið er upp á 2 klst. „Wildlife Viewing Tram Tour”.  Ýmsir aðrir ferða- og veiðimöguleikar eru í boði.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM