Arkansas sagan Bandaríkin,
Flag of United States


ARKANSAS
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Arkansas fékk nafn sitt af arkansafólkinu (quapaw), sem var meðal fjölmennustu þjóðflokka indíána áður en landnám hófst.  Meðal annarra indíánaþjóðflokka voru osage, caddo, cherokee og choctaw.  Árið 1541 kannaði spænskur leiðangur undir forystu Hernando de Soto landið.  Frakkar komu í kjölfarið á 17. öld og árið 1686 stofnaði Henri de Tonty verzlunarstað í Arkansas Post, nærri ármótum Arkansas- og Mississippi-ánna.  Svæðið varð hluti af Louisiana eftir leiðangur franska landkönnuðarins Robert Cavelier, sieur de La Salle, árið 1682.  Ameríkanar hófu landnám seint á 18. öld.  BNA keyptu Louisiana og Arkansas af Frökkum árið 1803.

Fylkisréttindi og tímabilið fyrir borgarastríðið.  Árið 1812 varð Arkansas sýsla í nýstofnuðu Missouri-héraði.  Margir hermenn úr stríðinu 1812-15 settust að á svæðinu næsta áratuginn.  Árið 1819 veitti sambandsþingið Arkansas héraðsréttindi.  Árið eftir, þegar Little Rock var stofnuð, bjuggu 14.273 í Arkansas.  Vaxandi fjöldi baðmullarbænda flutti með sér þræla og árið 1830 var íbúafjöldinn kominn í 30.388.  Aukin nýting skóganna og tilkoma gufuskipa á ánum jók hagvöxt og íbúafjölda, sem var orðinn 435.450 árið 1860 (þ.m.t. 111.307 þrælar).
Þrátt fyrir áhrif mikils fjölda þrælah

aldara, óx andstæðingum aðskilnaðar Suðurríkjanna fiskur um hrygg fyrir borgarastríðið.  Aðskilnaðarsinnar höfðu betur eftir að uppreisnin hófst og Arkansas varð hluti af Suðurríkjunum á árunum 1861-65.

Eftirstríðsárin og 20. öldin.  Þegar endurreisnin hófst í Arkansas, var efnahagurinn í rust og pólitískur ágreiningur var mikill.  Spilling og skuldasöfnun grófu um sig.  frá 1868 til 1874 voru lagðar járnbrautir, ríkisskólar voru stofnaðir, þ.á.m. Arkansasháskóli.

Að endurreisninni lokinni varð Arkansas eitt höfuðvígja demókrata, bæði heima fyrir og á sambandsþinginu, þrátt fyrir stofnun þriðja stjórnmálaflokksins, sem óánægðir bændur fylltu.  Vígi demókrata fell, þegar lýðveldissinninn Winthorp Rockefeller var kjörinn ríkisstjóri árið 1966.

Vatnaleiðin á Arkansasánni var fullgert 1970.  Það opnaði leiðina milli Mississippi-árinnar og Oklahoma og ýtti undir vaxandi iðnvæðingu meðfram ánni.  Árið 1980 höfnuðu kjósendur nýrri stjórnarskrá, en árið 1984 samþykktu þeir framlengingu kjörtímabila landstjóra og annarra embættismanna í 4 ár.  Á áttunda og níunda áratugnum þróaðist ræktun nautgripa og hænsna, sem jók á hagsæld margra landshluta en olli jafnframt aukinni mengun.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM