Pine Bluff er
hafnarborg við Arkansas-ána í Arkansasfylki. Hún er iðnaðar-
og viðskiptaborg í lanbúnaðarhéraði, þar sem talsvert er ræktað
af baðmull, hrísgrjónum og sojabaunum. Pappírsframleiðsla er
talsverð auk framleiðslu málmvöru og straumbreyta. Þar er
rannsóknarmiðstöð fyrir ýmiss konar eiturefni og Arkansasháskóli
(1873). Í grenndinni er stórt vopna- og skotfærabúr hersins.
Fyrsta byggðin, sem fór að myndast á þessum stað árið 1819 var kölluð
Mount Marie. Núverandi nafn tengist furutrjám, sem vaxa við ána
(1832). Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 57 þúsund. |