Arkansas íbúarnir Bandaríkin,
Flag of United States


ARKANSAS
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samkvæmt manntali 1990 voru íbúar fylkisins 2.350.725 og hafði fjölgað um 2,8% frá 1980.  Þá bjuggu u.þ.b. 17 manns á hverjum ferkílómetra.  Hvítir voru 82,7%, negrar 15,9%, indíánar töldu 12.733 (aleutar og eskimóar innifaldir), asíumenn og kyrrahafsfólk 12.530.  Í kringum 20.000 manns voru af spænsku bergi brotin.

Menntun og menning.  Lög um skólaskyldu og fría menntun í ríkisskólum tóku gildi árið 1843 en komust ekki til framkvæmda fyrr en 1868.  Síðla á níunda áratugi síðustu aldar voru 1094 grunnskólar í fylkinu með 441 þúsund nemendur.  Í einkaskólum sátu 23.100 nemendur.  Þá voru 37 æðri menntastofnanir í fylkinu með 88.600 stúdenta.  Helztir þessara skóla voru og eru Arkansasháskóli (1871) með deildum í Fayetteville, Little Rock, Monticello go Pine Bluff, Arkansas College (1872) í Batesville, Ríkisháskólinn (1909) í State University nærri Jonesboro, og Arkansas Baptist College (1884) í Little Rock.

Meðal fjölda safna í fylkinu eru Listamiðstöð Arkansas í Little Rock, Lista- vísindamiðstöð Suðaustur-Arkansas í Pine Bluff, Arkansasháskólalistasafnið í Fayetteville, Fort Smith listamiðstöðin og Ríkisháskólalistasafnið í State University.  Áhugaverðustu söfnin eru m.a. Saunders minningarsafnið (skammbyssur og rifflar) í Berryville og Miles tónlistarsafnið (gömul hljóðfæri og menningarlegar indíánaminjar) í Eureka Springs.

Íþróttir og afþreying.  Útivistarsvæði, skógar og stöðuvötn eru eftirsótt til veiða, gönguferða, tjaldferða, sunds og reiðtúra.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM